Í dag kemur út fyrsta tölublað sextugasta árgangs Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands.
Húsfreyjan er nútímalegt, jákvætt og hvetjandi tímarit sem er hluti af menningu og sögu þjóðarinnar allrar
og hefur nú í sex áratugi varðveitt og endurspeglað á einstakan hátt íslenska kvennasögu.
Afmælinu verður fagnað í sal Hallveigarstaða í dag kl. 17.00
Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Reykjavík 18. febrúar nk. kl.18 - 22.