Kvenréttindafélag Íslands efnir til fagnaðar fyrir utan norska Sendiráðið við Fjólugötu 17 í Reykjavík, föstudaginn 21. nóvember nk. kl. 12:10. Tilefnið er að fagna ný-samþykktum lögum á norska þinginu um bann við kaupum á kynlífsþjónustu en Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð. Það voru Svíar sem fyrstir voru til að setja slík lög árið 1999. Norsku lögin verða samþykkt á fimmtudaginn og því er fyrirvari á þessum fögnuði - lagafrumvarpið er enn ekki orðið að lögum. Norðmenn eru hinsvegar 100% öruggir með framgang frumvarpsins sem þegar hefur fengið samþykki meirihluta þingsins í fyrri umræðum. Svíar og Danir hafa einnig undirbúið viðlíkan fögnuð við Sendiráð Norðmanna í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.   Fögnum með Norðmönnum á föstudaginn og hvetjum um leið íslensk stjórnvöld til að skoða afstöðu sína til sölu og kaupa á kynlífi!

Hringskonur vekja athygli á jólabasarnum sem haldinn verður á Grand Hóteli sunnudaginn 9. nóv. kl. 13 - 17. Allur ágóði fer til að sjálfsögðu í Barnaspítalasjóðinn en Hringurinn er einn aðalstyrktaraðili Barnaspítalans. 
Á basarnum eru ótrúlega fallegir og eigulegir munir, allir handunnir og sannkölluð listaverk. Einnig eru alls konar kökur og tertur sem tilvalið er að setja t.d. í frysti til að eiga eða bjóða bara fólki í kaffi á sunnudag! 
Það væri gaman ef þið sæjuð ykkur fært að líta við á sunnudag og styrkja Barnaspítalann. Betra málefni er vart hægt að hugsa sér.

undirritun samnings um félagsmálanámskeiðUngmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Þessir aðilar skrifuðu í dag undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ við Laugaveg 170 í Reykjavík.Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum.

Forseta og varaforseta KÍ ásamt formanni BKR og fleiri gestum var boðið í veglegan afmælisfagnað á 15 ára afmæli Leshrings KRFÍ sem haldinn var á Hallveigarstöðum 22. október sl. Björg Einarsdóttir stofnfélagi Leshringsins rakti sögu hans. Konurnar í Leshringnum koma saman mánaðarlega yfir vetrartímann til að tala um bækur sem þær hafa lesið, hitta höfunda og fara jafnvel í ferðalög bæði innan borgarmarkanna og utan þeirra sem og til Evrópu.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands