Kvenfélagskonur um allt land eru farnar að afhenda tuskudúkkur á skrifstofu KÍ vegna Samstarfsverkefnis KÍ og UNICEF eða Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnu við UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um verkefni sem fékk yfirskriftina “Ef þú menntar stúlkur , menntar þú heilt samfélag”. Verkefnið fór af stað í febrúar 2005. Um er að ræða að safna fé til að kosta menntun ungra stúlkna í ríkinu Ginea-Bissá í Vestur-Afríku.
Kvenfélagasamband Íslands hóf samvinnuna á þann veg, að farið var fram á það við kvenfélögin innan sambandsins að þau byggju til brúður sem þau gæfu síðan til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ætlunin er að UNICEF markaðssetji síðan brúðurnar fyrir jólin 2005 og selji til ágóða fyrir verkefnið.
Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar er nýstofnað Kvenfélag, Valkyrjurnar afhenti KÍ brúður þar sem tuskudúkkan Marta var höfð sem fyrirmynd.

Forseti Alþingis bauð gestum til móttöku í Skála Alþingis, mánudaginn 27. júní 2005, í tilefni af afhendingu gjafar til Alþingis í minningu 90 ára kosningarafmælis kvenna. Gjöfin var leirlistaverk eftir Koggu.

Dagskrá þriðja ráðstefnudags ACWW á Íslandi 20. maí 2005 hófst klukkan 9:00. Ráðstefnugestir létu óspart í ljós ánægju sína með vel heppnaða ferð gærdagsins í Bláa Lónið og kvöldmatinn á Fjörukránni í Hafnarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar 20. maí var eftirfarandi:

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands