2. tbl. Húsfreyjunnar erForsíða2Tbl2018small komið út. Í þetta sinn prýða glæsilegar konur frá Kvenfélagi Selfoss forsíðuna. Í tilefni 70 ára afmælis félagsins efndu þær til gjörnings þar sem konur voru hvattar til að koma saman í þjóðbúningum. Úrslitin í Ljóðasamkeppninni eru kynnt með ljóðaveislu og kynningu á verðlaunahöfum. Í viðtalinu er rætt við Dagnýju Hermannsdóttir súrkáls og kartöfludrottningu Íslands. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í gerð súrkáls og sýringu grænmetis, búið til og selt súrkál í völdum sælkeraverslunum og nýverið kom út bók eftir hana. Albert Eiríksson umjónarmaður matarþáttarins gefur góð ráð og uppskriftir að réttum sem tilvaldar eru í nestisferðir. Ásdís Sigurgestsdóttir gefur uppskrift af léttri sumarpeysu ásamt því að gefa leiðbeinngar að verkefnum sem tengjast endurvinnslu og umhverfispælingum. Sagt er frá fatasóunarverkefni Kvenfélagasambandsins og saumaverkstæði KÍ á Umhverfishátíð. Anný Kristín Hermansen segir frá áhugamáli sínu og Áslaug Guðrúnardóttir skrifar pistil um mínímalískan lífsstíl. Dagskrá Landsþingsins á Húsavík er kynnt í blaðinu ásamt mörgu öðru góðu lesefni. 

Húsfreyjan er gefin út af Kvenfélagasambandi Íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Kvenfélagasambandinu í gegnum heimasíðuna kvenfelag.is. Tímaritið fæst einnig í lausasölu á fjölmörgum sölustöðum.

PfaffsmallKvenfélagasamband Íslands fékk nýlega úthlutað styrk frá Umhverfisráðuneytinu vegna verkefnisins „Vitundarvakning um fatasóun“. Verkefnið er þegar hafið með grein sem birtist í fyrsta tölublaði Húsfreyjunnar í febrúar og með þátttöku í Umhverfishátíðinni sem haldin var í Norræna húsinu í byrjun april.. Markmið verkefnisins er að fræða almenning og kvenfélagskonur um mikilvægi þess að sporna gegn fatasóun og fræða um umhverfisáhrif fatasóunar.

Til að geta betur liðsinnt kvenfélögunum í þessu verkefni leitaði KÍ til Pfaff um samstarf og voru þau svo rausnarleg að gefa Kvenfélagasambandinu saumavél að gjöf sem kvenfélögin geta nýtt sér á þessum viðburðum.

Á myndinni sem hér fylgir taka Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ á móti saumavélinni frá Selmu Gísladóttur sölustjóra Pfaff. Um er að ræða Husqvarna Tribute 145M saumavél sem er mjög þægileg til að vinna á og hentar vel ef margir eru að nota vélina. Góð og kraftmikil vél sem ræður við allt frá þunnu silki upp í leður og nýtist því vel í allan vefnað.

sewing smallKvenfélagasamband Íslands opnar saumaverkstæði á Umhverfishátíð í Norræna húsinu. Þar sem almenning gefst tækifæri til að sauma sinn eigin innkaupapoka og grænmetispoka. Áttu efnisbúta, sterklegan dúk eða gardínur heima sem verðskulda nýtt líf? Taktu efnin með og saumaðu þinn eigin innkaupapoka – eða leyfðu annarra að njóta þeirra! Einnig verður úrval af efnum á staðnum.

Gerum heimilin grænni!

Nánari dagskrá Umhverfishátíðarinnar er að finna á heimasíðu Norræna hússins

Viðburðinn er einnig að finna á fésbókinni.

Isabel Nybo small

Norræna bréfið í ár skrifar Iselin Nybø sem er norskur lögfræðingur og stjórnmálamaður.

Nordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á Norðurlöndum. Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna, aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um málefni sem er efst á baugi og varðar félagsheildina.

Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna í tengslum við dag norðurlandanna, 23. mars.

Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2018

Sjá Norræna bréfið hér:

Konur í heimi breytinga

Samfélagið breytist hratt og erfitt er að spá fyrir um hvaða störf verða mikilvægust á morgun. Það er vitað mál að tækni mun gegna þar mikilvægu hlutverki. Tækniframfarir munu skapa nýjar víddir og tækifæri fyrir þá sem sjá og skynja möguleikana. Menntun og þekking hefur aldrei verið mikilvægari og allir ættu að hafa sömu tækifæri að taka þátt. Í dag eru það fyrst og fremst karlmenn sem mennta sig til að vinna í  tæknigeirum.

Menntun er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur veitt. Hver svo sem spurningin er, verður svarið þekking. Með þekkingu munum við að leysa loftslagsvandamál og það er með þekkingu sem við munum leysa framtíðaráskoranir velferðasamfélagsins. Atvinnulífið verður sífellt tæknivæddara og krefst stöðugt meiri þekkingar, jafnvel fyrir hefðbundin störf.

Gleðin sveif yfir vötnum á 56. formannaráðsfundi KÍ Laugardaginn 24. febrúar sl. góð mæting var á fundinn þrátt fyrir að einhverjar ættu ekki heimangengt vegna veðurofsans þessa helgina. Dagskráin var smekkfull og víða var stungið niður. Rædd voru fjármál og framtíð KÍ, fyrstu drög að rafrænum skýrsluformum voru kynnt auk þess var kynning á Landsþingi á Húsavík í október og Norræna sumarþinginu á Álandseyjum í ágúst.  Albert og Bergþór sáu um mat og kaffiveitingar fyrir fundargesti og voru með skemmtilega gleðistund sem hristi vel upp í fundinum með söng og skemmtilegum frásögnum.  Fyrirlesari fundarins var Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir sem kynnti fyrirtækið sitt Dimmblá og fræddi fundinn um fatasóun, vistvæna framleiðslu og plastnotkun. Fundargestir fengu siðan tækifæri til að skoða og versla fallegu vörurnar hennar.   Stjórn KÍ þakkar kærlega fyrir sérstaklega ánægjulegan fund. Fleiri myndir frá fundinum er að finna á fésbókarsíðu KÍ 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands