Ný framkvæmdastjórn og svæðisforsetar voru kjörnir til þriggja ára á 26. heimsþingi ACWW sem lauk í Hot Spring, Arkansas, Bandaríkjunum 28. apríl sl.
 
Framkvæmdastjórn:

Heimsforseti - May Kidd, Skotlandi
Varaforseti - Anphia Grobler
Ritari - Jo Ellen Almond
Gjaldkeri - Alison Burnet

Formenn nefnda sem eiga sæti í stjórn ACWW:Verkefnanefnd, Margaret Mackay
Kynningar og útgáfunefnd, Alison Bayley
Sameinuðuþjóðanefnd, Ms Sharon Hatten

Svæðisforsetar:

Evrópa – Merja Siltanen
Kanada – Margaret Yetman
Karabísku eyjarnar og Mið og suður Ameríka – Rose Rajbansee
Suðruhafseyjar – Ruth Shanks
Suðru Afríka – Dr Semane Bonolo Molotlegi
Austur, vestur og mið Afríka – Emende Evelyn Nojang
Bandaríkin – Beverly Earnhart
Suður og mið Asía – Sister Viji
Suður Asía og Austurlönd fjær – HRH Princess Azizah of Pehang

Forseti KÍ, Sigurlaug Viborg sótti þingið ásamt þremur öðrum kvenfélagskonum frá Íslandi.

Þú siglir alltaf til sama lands.

Hátíðardagskrá í Háskólabíói 15. apríl kl. 16:30–18:00

Dagskráin er öllum opin.
Húsið verður opnað kl. 15:30 og eru gestir hvattir til að mæta stundvíslega þar sem sent verður beint út í sjónvarpi og útvarpi á Íslandi og í Færeyjum.

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, setur dagskrána kl. 16:30 og í kjölfarið munu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri  ávarpa afmælisbarnið. Háskóli Íslands, stjórnvöld og Reykjavíkurborg  standa að afmælishátíðinni.
Þá tekur við dagskrá í myndum, tali og tónum undir listrænni stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Dagskráin er afmælisgjöf til Vigdísar frá listamönnum og þeim samtökum sem Vigdís hefur unnið hvað mest með.
Dagskránni lýkur laust fyrir kl. 18 með ávarpi afmælisbarnsins. 

Heiðrum Vigdísi á þessum merkisdegi hennar með því að fjölmenna á afmælishátíðina.
Nánari upplýsingar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur www.vigdis.hi.is

Glænýtt tölublað af Húsfreyjunni er komið til áksrifenda og í verslanir.

Að vanda er tímaritið fjölbreytt og inniheldur áhugaverð viðtöl, fræðslu, ráðgjöf um matargerð og heilsu, uppskriftir og handavinnu, krossgátu og fréttir.

Að þessu sinni eru aðalviðtölin við þær Guðbjörgu Jónsdóttur bónda á Læk  í Flóahreppi og formann Búnaðarsambands Suðurlands og
Guðrúnu Brynjólfsdóttur leikskólakennara á Álftanesi.
Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands á Blönduósi sér um handavinnuþátt Húsfreyjunnar en í honum má finna skemmtilegan prjónaðan kerrupoka, barnateppi, trefli og flottar heklaðar hænur.
Margrét S. Sigurbjörnsdóttir kennari sér um matreiðsluþáttinn Hollari matur með Margréti. Í honum er fjöldi uppskrifta, grafin lambavöðvi, snittur, fiskisúpa, fylltur lax, hnetusteik og kjúklingaréttir svo eitthvað sé nefnt.
Eygló Guðjónsdóttir framkvæmdarstjóri Leiðbeiningarstöðvar heimilanna býður lesendum upp á vandaða og ítarlega fræðslu um hefðir og siði við borðhald. Fjallað er húfuverkefni Kvenfélagasambands Íslands, matjurtarækt og góð ráð við gigt.
Krossgáta Dollýar er á sínum stað og fréttir af starfi íslenskra kvenna í kvenfélögum.

 

Kvenfélagasamband Íslands, fyrir hönd kvenfélaganna í landinu og vegna Húfuverkefnis KÍ hlaut tilnefningu til
Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem afhennt voru í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn í gær, 11. mars.
Önnur samtök sem tilnefnd voru til sömu verðlauna eru, Bergmál, Hjálparstarf kirkjunnar, Vímulaus æska og
Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hlaut verðlaunin.
 
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fimmta sinn í gær, markmiðið með veitingu þeirra er að beina
kastljósinu að verkum fólks sem notar frítíma sinn til þess að leggja eitthvað af mörkum til þess að bæta líf meðborgara
sinna og öllum þeim góðu og kærleiksríku verkum sem unnin eru víða í samfélaginu.

Kvenfélagasambandið er þakklátt og stolt yfir að hafa verðið í hópi þeirra sem tilnenfdir voru
og óskar kvenfélagskonum á Íslandi innilega til hamingju með tilnenfinguna og Slysavarnarfélaginu fyrir verðskuluð verðlaun.

 

Sjá leiðara Steinunnar Stefánsdóttur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins í tilefni af veitingu Samfélagsverðlaunanna false 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti - 8.mars

 VIÐ GETUM BETUR

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur
mánudaginn 8.mars 2010 kl.17-18.30

María S. Gunnarsdóttir - Framlag okkar til friðvænlegri heims.
Þórdís Elva Þorvaldsd. Bachmann - Kynbundið ofbeldi.
Helga Sif Friðjónsdóttir - Heilsugæsla fyrir jaðarhópa.
Barbara Kristvinsson - Við getum betur.
Andrés Ingi Jónsson - Framtíð ófæddra barna.
Guðrún Hallgrímsdóttir - Hælisleitendur, hvað getum við gert?
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir - Konur og fjölmiðlar.

Kvennakór við Háskóla Íslands syngur undir stjórn Margrétar Bóasdóttur.

fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

8.marsfundir eru þekktir fyrir að vera kraftmiklir og mál stundum skoðuð frá
nýju sjónarhorni.

Fundurinn er öllum opinn.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands