Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur
auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja
á framhaldsnám. Sjóður þessi var stofnaður samkvæmt ákvæði í
erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, dags. 25. ágúst 1987.
Styrkir þessir eru einkum ætlaðir konum sem leggja stund á
framhaldsnám hér á landi. Í umsóknunum skal koma fram nafn,
kennitala og heimili umsækjanda, auk staðfests afrits af síðasta
skattframtali og annarra upplýsinga um persónulega hagi, fyrri
menntun og störf og eðli framhaldsnáms. Nauðsynlegt er að
staðfesting þeirrar skólastofnunar sem umsækjandi hyggst stunda
framhaldsnám við, fylgi umsókn. Einnig er nauðsynlegt að mynd
af umsækjanda fylgi.
Umsóknum skal skilað til Kvenfélagasambands Íslands,
Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir 15. október nk.
MERKT "Minningarsjóður"
Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur

Stjórn kjörin á landsþingi í Stykkishólmi.

Stjórnina skipa:
Sgurlaug Viborg forseti,
Una María Óskarsdóttir varaforseti,
Ása Steinunn Atladóttir ritari,
Margrét Baldursdóttir gjaldkeri,
Ester Gunnarsdóttir meðstjórnandi, 
Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir varastjórn og
Ásthildur Thorsteinsson varastjórn.

35. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í Stykkishólmi dagana 26.-28. júní sl.

Yfirskrift þingsins var „Konur kalla á jákvæð gildi -aukna umhverfisvitund og skemmtileg kvenfélög”

Þingið var haldið í miklu blíðskaparveðri og skartaði Stykkishólmur sínu fegursta þá daga sem þingið stóð yfir. Á það einnig við um heimamenn, þjónustuaðila og aðra sem áttu þátt í að þingið var bæði glæsilegt og vel heppnað. Gestjafi landsþings að þessu sinni var Kvenfélagasamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Þingið sóttu um 120 konur af öllu landinu.

Á hátíðarkvöldverði 35. landsþings Kvenfélagasambands Íslands sl.laugardagskvöld voru þær Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi forseti KÍ, Helga Guðmundsdóttir, einnig fyrrverandi forseti KÍ og  Kristín  Guðmundsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri KÍ kjörnar heiðursfélagar Kvenfélagasambands Íslands. Allar hafa þær lagt mikið og óeigingjarnt starf af mörkum fyrir Kvenfélagasambandið.  Forseti KÍ Sigurlaug Viborg lýsti kjörinu og afhenti þeim  Drífu og Kristínu heiðursskjöl og heiðursmerki KÍ. Helga var ekki stödd á þinginu.

Þingstörf landsfundar hófust kl. 9 í morgun með framsöguerindum.
Framsögu höfðu:
Hansína B. Einarsdóttir afbrotafræðinur og Cand mag í stjórnun og skipulagningu verkefna. Erindi sitt nefndi Hansína, Allt – þar á milli - og fjallaði það um hlutverk kvenfélaganna í breyttri heimsmynd.  
 
Þóra Bryndís þórisdóttir, meistaraprófsnemi og BA í sálfræði, fyrrum verkefnisstjóri Vistvernd í verki hjá Landvernd flutti erindi um umhverfismál og hvað kvenfélagskonur geta lagt til marka til umhverfisverndar. 

Þórhildur Þórhallsdóttir félags og menntunarfræðingur flutti erindi sem hún nefndi Kjarnorkukvendi eða kveifarsál. Þar sem hún  fjallaði m.a.  um kvenleg gildi. 

Sigurborg Kr. Hannesdóttir félags fræðingur og ferðamálafræðingur flutti erindi sem hún nefndi „Frá hjartanu“ og fjallaði um afl og visku kvenna – hversu mikilvægt það er á breyttum tímum.  

Hópastarf stendur ný yfir í fjórum hópum  sem fjalla um störf kvenfélaganna, starfssemi Kvenfélagasambands Íslands, Leiðbeiningastöðvar heimilanna og um umhverfismál.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands