Hver er þjóðin? Hvaða klæði?
Vandamál tengd skilgreiningum í rannsókn
á þjóðlegum klæðnaði íslenskra kvenna í dag

Karl Aspelund, Boston University, heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands þann 25. nóvember nk. kl. 12:00

Í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum er nýlokið 39. formannaráðsfundi Kvenfélagasambands Íslands.

Fundinn sátu 25 konur, formenn og fulltrúar héraðssambanda KÍ af öllu landinu.
Á dagskrá voru hefðbundin fundarstörf, auk þess flutti
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta erindi um mátt samstöðu kvenna.
Í hádeginu flutti Þröstur Harðarson, matráður í Hagaskóla innlegg um matarmál í grunnskólum.

Fundurinn samþykktti að árlega væri 1. febrúar tileinkaður kvenfélagskonum og var hann útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar"

Eftirfarandi yfirlýsing var samþykkt:

Kvenfélagasamband Íslands hefur ákveðið að 1. febrúar, ár hvert, verði útnefndur
„Dagur kvenfélagskonunnar”

Fyrsti febrúar er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands en á næsta ári, árið 2010 eru 80 ár frá stofnun þess.  Fyrsta kvenfélagið á Íslandi, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði, var stofnað árið 1869.  Konur hafa síðan stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega hvað varðar málefni barna, kvenna og fjölskyldna. Má því segja að konur hafi með því tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgengi að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti.

Störf kvenfélagskvenna eru og hafa verið afar mikilvæg í samfélaginu öllu þó ekki hafi þau alltaf farið hátt eða mikið farið fyrir þeim í fjölmiðlum.
Tímabært er að sérstakur dagur sé helgaður kvenfélagskonum. Kvenfélagasambandið hvetur allar kvenfélagskonur til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn til að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.

Fundi var slitið laust eftir kl. 15.30 

 

Opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, laugavegi 162

Þema skjaladagsins í ár á Íslandi er „Konur og kvenfélög“ en Félag héraðsskjalavarða ásamt Kvenfélagasambandi Íslands hefur staðið fyrir átaki á söfnun skjala kvenfélaga um land allt. Á vef skjaladagsins www.skjaladagur.is er sýnishorn af þeim skjölum sem kvenfélög víða um land hafa afhent á héraðsskjalasöfn auk ýmissa annarra skjala sem tengjast konum og hagsmunabaráttu þeirra.
 
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Héraðsskjalasafn Kópavogs og Þjóðskjalasafn Íslands verða með sameiginlegt opið hús á Norrænum skjaladegi laugardaginn 14. nóvember 2009. Opna húsið verður í húsakynnum Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, kl. 11.00 til 15.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir, börn jafnt sem fullorðnir.
 
Söfnin verða með sýningar á skjölum sem tengjast þema dagsins "Konur og kvenfélög", boðið verður upp á spennandi fyrirlestra og kynningar á vefum, kaffiveitingar, fræðslu og sitthvað verður gert fyrir börnin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands færði á dögunum Elínu Björgu Jónsdóttur
nýjum formanni BSRB blómvönd í tilefni af því að hún er fyrsta konan sem gegnir
formennsku í samtökunum. Kvenfélagasamband Íslands hefur ávallt lagt áherslu á að
konur sinni ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu og minnir á ályktun sína þess efnis frá 31. janúar sl. bsrb_1.jpg
Frá vinstri: Una María Óskarsdóttir, varaforseti KÍ, Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri KÍ, Sigurlaug Viborg, forseti KÍ, Eygló Guðjónsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningarstöðvar heimilanna og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB.

Magnús Steinarsson verkefnisstjóri hjá VÍS orti vísu í tilefni þess að Elín Björg tók við formennskunni og er hún birt hér með góðfúslegu leyfi hans.

Karla sigrar kvennaher,
konan lengur lifir.
Veröld ekki versnar hér,
völdin flytjast yfir. 

Fundarefni var: Aukið framboð á kannabis og ranghugmyndir ungs fólks um skaðsemi kannabisreykinga
 
Fullt var út úr dyrum á morgunverðarfundi Náum áttum hópsins s.l. þriðjudag þegar fjallað var um kannabis - umfang þess og afleiðingar.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands