Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, fjölskyldum þeirra, velunnurum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur.

Með þökk fyrir ánægjulegar stundir á landsþinginu á Húsavík og árinu öllu.

Sérstakar þakkir frá félagskonur í Kvenfélagasambandi Suður- Þings fyrir dásamlegt landsþing á Húsavík og frábært samstarf við undirbúning.

Skrifstofa Kvenfélagasambandsins og Húsfreyjunnar verður lokuð frá 21. des - 3. janúar 2019

Jólakveðja KÍ 2018

UMHVERFISDAGUR – VITUNDARVAKNING UM FATASÓUN

Laugardaginn 17. nóvember næstkomandi mun Kvenfélagasamband Íslands (KÍ)  bjóða alla velkomna á Umhverfisdag í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum frá 11 – 16

Tilefnið er verkefni Kvenfélagasambandsins og Leiðbeiningastöðvar heimilanna „Vitundarvakning um fatasóun“ sem KÍ fékk styrk fyrir frá Umhverfisráðuneytinu á þessu ári.

  • Kvenfélagskonur munu setja upp saumaverkstæði - og aðstoða gesti og gangandi við að gera við fötin sín. 
    • Einnig verður hægt að komast í saumavél og gera við sjálf/ur
  • Fataskiptimarkaður – þar sem gestum er boðið að mæta með vel með farnar flíkur sem ekki eru í notkun og fá aðrar í staðinn.
  • Flóamarkaður - viltu losa þig við gamalt og styrkja gott málefni í leiðinni? 
  • Sýning á flíkum sem hafa verið endurunnar, frá nemendum á fataiðnbraut Tækniskólans. Sýning og sala á fleiri sniðugu sem er endurunnið og umhverfisvænt.
  • Kynningar á umhverfisvænum vörum.

Allir velkomnir 
Kaffi og vöfflur að hætti kvenfélagskvenna

  1. landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í Fosshótel Húsavík dagana 12. – 14. október sl. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga var gestgjafi landsþingsins.

Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sást á dagskrárliðum þingsins.

Yfirskrift landsþingsins var „fylgdu hjartanu”.  Á þinginu komu kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum. 

Samband sunnlenskra kvenna afhenti í nafni allra 25 kvenfélaga innan sambandsins, þrjú mikilvæg tæki til fæðingadeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) 13. sepetmber sl.
Tæki að andvirði um þriggja milljóna króna. Þetta eru monitor sem mælir hjartslátt hjá bæði móður og barni við fæðingu, glaðloftstæki og POX mælir sem greinir hjartagalla hjá nýburum. Fjármagn til kaupa á þessum tækjum komu úr Sjúkrahússjóði SSK en í hann safnast með sölu kvenfélaganna á kærleiksenglum og kortum. Þessir munir eru líka til sölu í móttöku HSU. Í október/nóvember mun nýr kærleiksengill líta dagsins ljós. Vel gert hjá SSK

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands