Norræna bréfið í ár skrifar Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

 Sigridur Bjork GudjonsdottirNordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á  Norðurlöndum. Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna,  aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um málefni sem er efst á baugi og og varðar félagsheildina. 

Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna í tengslum við Dag norðurlandanna, 23. mars. 

Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2017

Sjá Norræna bréfið hér:

Husfreyjan1tbl2017litilHúsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands er komin út. Þetta er fyrsta tölublað ársins 2017 og 68. árgangur tímaritsins. Tölublaðið er helgað kvenfélagskonum enda er 1. febrúar ár hvert dagur kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur hafa því valið febrúar sem sinn mánuð og þemað er gyllt.

Í blaðinu er sagt frá starfsemi kvenfélaga og svæðasambanda víða um land og einnig er fjallað um málefni Kvenfélagasambands Íslands, venju samkvæmt. Guðrún Þórðardóttir forseti KÍ ávarpar lesendur, hvetur þá til að gylla tilveruna og bendir á að góð kvenfélagskona er gulli betri.

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag.   

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár.  Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum. Kvenfélagasamband Íslands í samstarfi við RÚV og sveitarfélögin í landinu minnir á og vekur athygli á deginum í fjölmiðlum.

Aðventu og jólablað Húsfreyjunnar er komið út, glæsilegt að vanda.

Blaðið er til sölu í öllum helstu bókabúðum landsins. Í blaðinu er áhugavert viðtal við Önnu Katarzynu Wozniczku formann Félags kvenna af erlendum uppruna og kvenfélagskonu í Kvenfélagi Grímsneshrepps.  Ásta Price sem ólst upp í Suður-Afríku en býr í Mývatnssveit segir sögu sín og Dagný Finnbjörnsdóttir kvenfélagskona í Hnífsdal og nýr formaður Sambands vestfirskra kvenna segir lesendum frá sínu líf en hún rekur tískverslun og er í háskólanámi. 

Í Húsfreyjunni er glæsilegur matarþáttur með uppskriftum Helenu Gunnarsdóttur og vandaður handavinnuþáttur unnin af Ásdísi Sigurgestsdóttur þar sem englar, sjöl, vetlingar og ljósaseríur eru í aðalhlutverki.

53 formannafundurFormannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 19. nóvember 2016 í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í Reykjavík skorar á væntanlegan heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnina sem tekur brátt við völdum og nýkjörna alþingismenn að gera átak í og leysa það ófremdarástand sem skapast hefur þegar allt að þriggja ára bið er eft­ir að konur kom­ist í grind­ar­botns­ aðgerðir.  Bíða nú um 300 kon­ur eftir að komast í aðgerðir á Kvenna­deild Land­spít­al­ans. Geta þær átt von á að biðin taki allt að þrjú ár. Aðgerðirnar sem um ræðir eru einkum vegna blöðrusigs, ristilsigs, legsigs og þvagleka.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands