Sambands sunnlenskra kvenna sendir frá sér eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á formannafundi á Selfossi 27. febrúar 2019
Ályktun samþykkt á Formannafundi Sambands Sunnlenskra kvenna 27. Febrúar 2019.
Mikilvægt er að viðhalda sérstöðu Íslands hvað varðar hollustu matvæla og heilbrigði búfjár. Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru nú taldar ein stærsta ógn við lýðheilsu um heim allan. Einnig eru víða landlægir dýrasjúkdómar, sem íslenskt búfé og gæludýr hafa ekki ónæmi gegn.
Við teljum að neytendur geti haft mikil áhrif á hvernig þessi mál þróast með því að vanda valið við innkaup matvæla. Með því að velja matvörur, grænmeti, kjöt og mjólkurvörur, sem framleiddar eru innanlands stuðla neytendur að matvælaöryggi og bættri lýðheilsu. Ísland hefur sérstöðu á þessu sviði sem ber að viðhalda.
Varðandi merkingar á innfluttum matvælum ætti að vera ófrávíkjanleg skylda að þær séu greinilega merktar með upprunalandi og vottun á hreinleika, sé slík vottun fyrir hendi.
