husfreyjan0109.jpg Í dag kemur út fyrsta tölublað sextugasta árgangs Húsfreyjunnar, tímarits Kvenfélagasambands Íslands. 

Húsfreyjan er nútímalegt, jákvætt og hvetjandi tímarit sem er hluti af menningu og sögu þjóðarinnar allrar
og hefur nú í sex áratugi varðveitt og endurspeglað á einstakan hátt íslenska kvennasögu. 

Afmælinu verður fagnað í sal Hallveigarstaða í dag kl. 17.00

Konudagurinn á Hallveigarstöðum  við Túngötu 14, 101 ReykjavíkOpið hús frá kl. 15:00 til 17:00.
Konur í pólitík! Hvernig vegnar þeim í breyttu samfélagi?Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands efna til opins kaffifundar á Hallveigarstöðum, sunnudaginn 22. febrúar nk. kl. 15:00-17:00. Dagskráin hefst kl. 15:00. Frummælendur verða:
  • Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
  • Drífa Hjartardóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og fyrrv. alþingismaður
  • Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður
Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands

Á fundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var að Hótel  Glym í Hvalfirði dagana 30.-31. janúar 2009 var eftirfarandi ályktun samþykkt. 

Kvenfélagskonur á Íslandi  hafa átt stóran þátt í uppbyggingu íslensks samfélags sl. 140 ár, ávallt með hag heildarinnar að leiðarljósi.
Í áranna rás hefur kraftur þeirra og útsjónarsemi skipt sköpum í  allri þjóðfélagsuppbyggingu . Nú, sem aldrei fyrr, eru kvenfélagskonur tilbúnar að leggja sitt af mörkum.  
Fundurinn hvetur því til þess að á öllum sviðum stjórnsýslunnar verði leitað í þekkingarbrunn kvenfélagskvenna til framtíðar uppbyggingar íslensks samfélags.  

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands