Norræna bréfið í ár skrifar Iselin Nybø sem er norskur lögfræðingur og stjórnmálamaður.
Nordens kvinneförbund, NKF, er samband kvenfélaga á Norðurlöndum. Árlega fær eitt af aðildarsamtökum landanna, aðila í sínu heimalandi til að skrifa s.k. „Norrænt bréf“ um málefni sem er efst á baugi og varðar félagsheildina.
Norræna bréfið birtist í miðlum aðildarsamtakanna í tengslum við dag norðurlandanna, 23. mars.
Bréfið birtist í 1. tbl. Húsfreyjunar 2018
Sjá Norræna bréfið hér:
Konur í heimi breytinga
Samfélagið breytist hratt og erfitt er að spá fyrir um hvaða störf verða mikilvægust á morgun. Það er vitað mál að tækni mun gegna þar mikilvægu hlutverki. Tækniframfarir munu skapa nýjar víddir og tækifæri fyrir þá sem sjá og skynja möguleikana. Menntun og þekking hefur aldrei verið mikilvægari og allir ættu að hafa sömu tækifæri að taka þátt. Í dag eru það fyrst og fremst karlmenn sem mennta sig til að vinna í tæknigeirum.
Menntun er eitt það mikilvægasta sem samfélagið getur veitt. Hver svo sem spurningin er, verður svarið þekking. Með þekkingu munum við að leysa loftslagsvandamál og það er með þekkingu sem við munum leysa framtíðaráskoranir velferðasamfélagsins. Atvinnulífið verður sífellt tæknivæddara og krefst stöðugt meiri þekkingar, jafnvel fyrir hefðbundin störf.