KjötsúpaForrannsókn á matarsóun heimila í Reykjavík var kynnt á Hallveigarstöðum í dag.  Á kynningunni í dag var m.a. boðið uppá tvennskonar Diskósúpur, súpur eldaðar úr hráhefni sem var að komast á síðasta söludag eða hafði útlitsgalla og hefði annars verið hent. Það var verslunin Nettó á Granda sem gaf Kvenfélagasambandinu hráefnið sem það eldaði súpurnar úr. Nettó ásamt Samkaupum hafa sýnt gott fordæmi í að minnka matarsóun með því að bjóða viðskiptavinum uppá stigvaxandi afslátt afslátt af matvörum sem nálgast síðasta söludag. Forransóknin bendir til að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu M PálsdótturStyrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Minningarsjóðs Helgu M PálsdótturÁ hátíðlegum jólafundi Kvenfélagasambands Íslands sem fram fór í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum 20. nóvember sl. voru auk hefðbundinnar jóladagskrár veittir námsstyrkir úr Minningasjóði Helgu M Pálsdóttur. Sjóðurinn var stofnaður 25. ágúst 1987 samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu. 

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði, hagnýtri menningarmiðlun, safnafræði, eðlisfræði, þróunarfræði og talmeinafræði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms. Kvenfélagasamband hefur úthlutað úr sjóðnum annað hvert ár frá 2005 þegar fyrst var úthlutað úr sjóðnum. 

Á jólafundi Kvenfélagasambands Íslands þann 20. nóvember sl. veitti sjóðurinn styrki til 3ja kvenna, samtals að upphæð kr. 900.000.

Styrkþegar 2015 eru:

Gunnhildur Pétursdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar nám í dýralækningunum við The University of Veterinary Medicine and Pharmacy in Kosice í Slóvakíu

Hrefna Silvía Sigurgeirsdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar nám í Kírópraktík við Life University Marietta, Atlanta, USA

Dýrfinna Guðmundsdóttir sem hlaut styrk að upphæð kr. 300.000. Hún stundar meistaranám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. 

 

 

Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja á framhaldsnám

Minningasjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.

Í umsóknum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk upplýsinga um eignir og tekjur ársins 2014 (staðfest afrit af skattskýrslu) og mynd af umsækjanda.

Þá skal umsækjandigreina frá fyrri menntun, störfum og framhaldsnámi því sem hann ætlar að leggja stund á. 
Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar menntastofnunar sem námið mun fara fram við, fylgi umsókn.

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði, hagnýtri menningarmiðlun, safnafræði, eðlisfræði, þróunarfræði og talmeinafræði.

Umsóknir skulu sendar í pósti fyrir 2. nóvember n.k. til 

Kvenfélagasambands Íslands, Minningarsjóður.
Túntötu 14,
101 Reykjavík  

Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur

Stjorn2015Nýkjörin stjórn Kvenfélagasambands Íslands37. landsþing Kven­fé­laga­sam­bands Íslands fór fram á Hótel Selfossi um helg­ina.
Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Sam­band sunn­lenskra kvenna, með 26 kven­fé­lög í Árnes- og Rangárvalla­sýsl­um innanborðs. 

Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.

Guðrún Þórðardótt­ir Kven­fé­lagi Gríms­nes­hrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ. 
Vil­borg Ei­ríks­dótt­ir Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar er vara­for­seti. Bryn­dís Birg­is­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Ársól á Suður­eyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjald­keri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jó­hanns­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Hjálp­inni í Eyj­ar­fjarðarsveit er meðstjórn­andi.  Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir  Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.

Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.

Landsthing37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag á Hótel Selfossi og stendur til sunnudags, 11. október.
Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins.

Yfirskrift landsþingsins er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld” 
Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.
Einnig verða góðir fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið. Matarsóunarlag KÍ og AmabAdamA verður frumflutt kl. 15.30 í dag. 9. október.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40. 
Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands