Minningarsjóður Helgu M. Pálsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvenna sem hyggja á framhaldsnám

Minningasjóðurinn var stofnaður samkvæmt ákvæði í erfðaskrá Helgu M. Pálsdóttur, 25. ágúst 1987. Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungar konur til framhaldsnáms, sbr. 3. grein stofnskrár hans.

Í umsóknum skal koma fram nafn, kennitala og heimili umsækjanda, auk upplýsinga um eignir og tekjur ársins 2014 (staðfest afrit af skattskýrslu) og mynd af umsækjanda.

Þá skal umsækjandigreina frá fyrri menntun, störfum og framhaldsnámi því sem hann ætlar að leggja stund á. 
Nauðsynlegt er að staðfesting þeirrar menntastofnunar sem námið mun fara fram við, fylgi umsókn.

Sjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til kvenna í ólíkum námsgreinum, s.s. textíl, félagsvísindum, harmonikkuleik, íþróttafræðum, viðskiptafræði, guð- og trúarbragafræði, brúðulist, náms- og kennslufræði, hagnýtri menningarmiðlun, safnafræði, eðlisfræði, þróunarfræði og talmeinafræði.

Umsóknir skulu sendar í pósti fyrir 2. nóvember n.k. til 

Kvenfélagasambands Íslands, Minningarsjóður.
Túntötu 14,
101 Reykjavík  

Stjórn Minningarsjóðs Helgu M. Pálsdóttur

Stjorn2015Nýkjörin stjórn Kvenfélagasambands Íslands37. landsþing Kven­fé­laga­sam­bands Íslands fór fram á Hótel Selfossi um helg­ina.
Yfirskrift þingsins var: “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld”.
Gestgjafi þingsins var Sam­band sunn­lenskra kvenna, með 26 kven­fé­lög í Árnes- og Rangárvalla­sýsl­um innanborðs. 

Nýr forseti og hluti stjórnar var kjörin á þinginu.

Guðrún Þórðardótt­ir Kven­fé­lagi Gríms­nes­hrepps og fráfarandi varaforseti, er forseti KÍ. 
Vil­borg Ei­ríks­dótt­ir Kven­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar er vara­for­seti. Bryn­dís Birg­is­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Ársól á Suður­eyri og fráfarandi meðstjórnandi er gjald­keri. Herborg Hjálmarsdóttir Kvenfélaginu Gefn í Garði er ritari. Bergþóra Jó­hanns­dótt­ir Kven­fé­lag­inu Hjálp­inni í Eyj­ar­fjarðarsveit er meðstjórn­andi.  Katrín Haraldsdóttir Kvenfélaginu Einingu á Mýrum og Kristín Árnadóttir  Kvenfélaginu Iðunni í Strandasýslu eru í varastjórn.

Sigurlaug Viborg fyrrverandi forseti KÍ var kjörin nýr heiðursfélagi Kvenfélagasambandsins.

Landsthing37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands hefst í dag á Hótel Selfossi og stendur til sunnudags, 11. október.
Samband sunnlenskra kvenna er gestgjafi landsþingsins.

Yfirskrift landsþingsins er “Hækkum flugið - kosningaréttur kvenna í eina öld” 
Á þinginu koma kvenfélagskonur saman til skrafs og ráðagerða um störf sín í kvenfélögunum.
Einnig verða góðir fyrirlesarar sem hvetja konur til góðra verka – og að hækka flugið. Matarsóunarlag KÍ og AmabAdamA verður frumflutt kl. 15.30 í dag. 9. október.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður opin dagskrá laugardaginn 10. okt. þar sem allir eru velkomnir kl. 13:00 – 14:40. 
Þá verða fluttir fyrirlestrar í takt við þema þingsins og verða pallborðsumræður á eftir.

amabadamaKvenfélagasamband Íslands hefur sem kunnugt er unnið markvisst gegn matarsóun undanfarið ár, með námskeiðahaldi og fræðslu til almennaings. Nú hefur Kvenfélagasambandið skrifað undir samning við hljómsveitina Amabadama þar sem hljómsveitinni er falið að semja tónverk til að vekja vitund almennings á MATARSÓUN.

Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Þórðardóttir varaforseti KÍ og Una María Óskarsdóttir forseti KÍ ásamt hljómsveitar meðlimum Amabadama við undirritun samningsins sem fór fram í Hallveigarstöðum þann 24. september sl. 

 

Aflið, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands,Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú og W.O.M.E.N. in Iceland lýsa yfir undrun og mótmæla starfsháttum innanríkisráðherra að skipa aðeins karla í dómnefndina sem meta á hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara.

Við minnum á jafnréttislög þar sem skýrt er kveðið á um að hlutfall kynjanna skuli vera sem jafnast.

Við minnum einnig á að árið 2014 sendi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna frá sér skýrslu þar sem bent var á að nauðsynlegt sé að auka þekkingu og skilning innan íslenska dómskerfisins á málefnum kynjanna. Sú ábending var gerð í tengslum við alvarlegar athugasemdir sem gerðar voru við meðferð kynferðisbrota og kynbundins ofbeldis í íslenska dómskerfinu. Í sömu skýrslu voru athugasemdir gerðar við fæð kvenna í íslenska dómskerfinu. Þegar skýrslan var skrifuð voru konur 2 af 12 dómurum Hæstaréttar. Núna er ein kona dómari af 9 dómurum Hæstaréttar.

Við bendum að lokum á kröfur norrænu kvennahreyfingarinnar, sem í júní 2014 fundaði á Nordiskt Forum í Svíþjóð. 

Í lok þeirrar ráðstefnu, sem 30.000 gestir sóttu, voru samþykktar 62 kröfur sem voru afhentar velferðarráðherrum Norðurlandanna.

Ein þessara krafna var sú að opinberum aðilum verði skylt að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.

Við getum gert betur. Við eigum að gera betur.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands