Fimmtudaginn 17. mars nk. verður haldin morgunverðarfundur á Hallveigarstöðum kl. 8:30 - 10:00.
Dagskrá fundarins:
- Saman gegn sóun: Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.
- Matarsoun.is: Ein vefgátt fyrir alla, Ingunn Gunnarsdóttir frá Umhverfisstofnun
- Geta ný strikamerki stuðlað að minni matarsóun: Benedikt Hauksson frá GS1
- Aðgerðir gegn matarsóun: Hulda Margrét Birkisdóttir frá Kvenfélagasambandi Íslands
- Kynning á námsefni um úrgangsforvarnir: Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd
Fundarstjóri er Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
Allir velkomnir og morgunverður í boði.
Til að áætla fjölda skal skráning send í tölvupósti til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.is fyrir klukkan 16:00 þann 16. mars 2016
Kvenfélagasambandið hvetur kvenfélagskonur til að fjölmenna á fundinn.


Forrannsókn á matarsóun heimila í Reykjavík var kynnt á Hallveigarstöðum í dag. Á kynningunni í dag var m.a. boðið uppá tvennskonar Diskósúpur, súpur eldaðar úr hráhefni sem var að komast á síðasta söludag eða hafði útlitsgalla og hefði annars verið hent. Það var verslunin Nettó á Granda sem gaf Kvenfélagasambandinu hráefnið sem það eldaði súpurnar úr. Nettó ásamt Samkaupum hafa sýnt gott fordæmi í að minnka matarsóun með því að bjóða viðskiptavinum uppá stigvaxandi afslátt afslátt af matvörum sem nálgast síðasta söludag. Forransóknin bendir til að a.m.k. 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent af reykvískum heimilum árlega. Þetta samsvarar a.m.k. 4,5 milljörðum króna. Samkvæmt mælingum inn á sautján heimilum hendir hver einstaklingur um 48 kg á ári sem gerir um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu.