Verður haldinn 15. - 16. mars 2013 að Hótel Gullfossi, Brattholti, Bláskógabyggð.

Föstudagur 15. mars

Kl. 18.30  Fundur settur
Kosning fundarstjóra og ritara fundarins
Fundargerð síðasta formannaráðsfundar borin upp til samþykktar, sjá meðf. fundargerð
Skýrsla stjórnar Kvenfélagasambands Íslands
Reikningar Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar
Fjárhagsáætlun Kvenfélagasambands Íslands

Kl. 19.30 fundi frestað

Kl 20.00 Kvöldverður
Létt skemmtun og tengslanetið eflt

Laugardagur 16. mars

Kl.  9.00 fundi fram haldið
Skýrslur Leiðbeiningastöðvar heimilanna, tímaritsins Húsfreyjunnar lagðar fram Alheimsþing ACWW á Indlandi í september 2013
Norræni sumarfundurinn í  Bodö í Noregi í júní  2013
Nordisk Forum í Malmö í Svíþjóð 2014
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi 2015

Kl. 11.00  Heilsa kvenna 
Ásta Snorradóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og doktorsnemi við félagsvísindadeils Háskóla Íslands. Ásta hefur m.a. skrifað um heilsu kvenna og einnig rannsakað margt á því sviði.

Kl. 12.00 fundi frestað, hádegisverður

Kl. 13.00 – 14.30 Verkefni og starfsáætlun KÍ

Starfið framundan - Hópavinna

Kl. 14.30 Stjórnarkjör, varaforseti KÍ til 3ja ára varakona í stjórn til 3ja ára
Nefndarkjör
Uppstillinganefnd KÍ til 3ja ára
Önnur mál

Kl. 14.55 Fundarslit 

Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?

Þriðjudaginn næstkomandi, 12. feb. kl. 12:15 – 13:45 verður haldið málþing í Háskólanum í Reykjavík í sal M101 og eru allir velkomnir.

Smelltu hér til að fá nasasjón af því sem Almannaheillaaðilar gera fyrir sitt fólk.

Ragna Árnadóttir formaður opnað þingið og segir frá gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök þar sem unnið er að því að tilvist félaga sem vinna án hagnaðarvonar í þágu almennings verði viðurkennd og framlag þeirra til íslensks samfélags metið á sýnilegan hátt.

Þrjú erindi verða flutt og eftir hvert þeirra eru gefnar 5 mínútur til spurninga og umræðna.

Áhrif félagsstarfs á heilsufar 
Una María Óskarsdóttir MA í lýðheilsufræðum 

Þáttur frjálsra félagasamtaka í lýðræði 
Björn Þorsteinsson doktor í heimspeki og sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands

Hvert er framlag frjálsra félagasamtaka? 
Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu ­- miðstöðvar um samfélagsábyrgð

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands ákvað á fundi sínum í dag, 11. janúar að opna söfnunarreikning vegna tilkynningar biskups Íslands, frú Agnesar Sigurðardóttur, um landssöfnun til tækjakaupa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands hvetur héraðssambönd, kvenfélög, kvenfélagskonur sem og landsmenn alla til að leggja söfnuninni lið, m.a. á degi kvenfélagskonunnar 1. febrúar.

Reikningurinn, sem þegar hefur verið opnaður, er í Íslandsbanka nr. 513-26-200000  kt. 710169-6759.

Ef frekari upplýsinga er óskað veita undirritaðar þær góðfúslega.

Una María Óskarsdóttir, forseti
S: 8964189

Hildur Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri
S: 5527430 og 6992696

16 daga átak 2012 gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í 22. skipti á heimsvísu.
Átakið hófst í Reykjavík með ljósagöngu Un Women þann 25. nóvember sl. 

Á Akureyri hefst átakið þann í dag með kvikmyndasýningu í Sambíóunum Akureyri.
Dagskráin heldur svo áfram með greinaskrifum í Fréttablaðið og á www.visir.is með málstofum, fyrirlestrum, bréfamaraþoni og fleiru. Ljósaganga verður haldin á Akureyri þann 6. desember.

Ítarlegri upplýsingar er hægt að sjá hér og einnig verður hægt að fylgjast með á facebook síðu átaksins.
 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands