37. landsþing Kvenfélagasambands Íslands verður haldið á Selfossi 9. - 11. október 2015.  
Kvenfélagskonur endilega skráið ykkur tímalega á þingið.  Þátttakendur skulu skrá þátttöku og samhliða því greiða þinggjald á öruggri greiðslugátt Valitor sem hefur verið sett um hér á síðunni.

Formaður hvers héraðssamband KÍ er fararstjóri fulltrúa af sínu svæði á landsþinginu.  Kjörbréf eru aðgengileg á heimasíðunni undir flipanum Héraðssambönd og kvenfélög.  Kjörbréfum skulu formenn kvenfélag og/eða héraðssambanda að skila til KÍ á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 2. október 2015.

Hátíðarhöld að Hallveigarstöðum 19. júní 2015
 
Félög kvenna að Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin í hátíðardagskrá föstudaginn 19. júní næstkomandi, þar sem við fögnum því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Þema dagskrárinnar er: „Félög kvenna fyrr og nú“.

Húsið opnar kl. 13.30. Boðið verður upp á súpu og brauð. Dagskráin hefst svo stundvíslega kl. 14.00.

Kvenfélagasamband Íslands hlaut Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015 

Varaformaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, afhennti forseta Kvenfélagasambandsins, Unu Maríu Óskarsdóttur, verðlaunin á flokksþingi Framsóknaflokksins sem fram fór í Reykjavík 9. - 11. apríl sl. 

Við það tækifæri fór Sigurður yfir störf sambandsins og kvenfélaganna og sagði m.a:

Opið málþing að Hallveigarstöðum í samvinnu Kvenfélagasambands Íslands og nema í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík 21. mars n.k.

Á að hækka kosningaaldurinn upp í 25 ár? 
 
Þessari spurningu verður kastað fram laugardaginn 21. mars á málþingi um kosningaþátttöku ungs fólks en þar verður umræðuefnið hvort hækka eigi kosningaaldur sökum áhugaleysis. Samkvæmt könnunum LÆF (Landssamband æskulýðsfélaga) hefur kjörsókn ungs fólks minnkað um 20% milli kosninga og því á spurningin fullan rétt á sér. 
Fundarfyrirkomulagi verður þannig háttað að fyrst verða tvær framsögur, með og á móti tillögunni og tvö andsvör í framhaldinu. Að því loknu verða pallborðsumræður þar sem gestum úr sal gefst kostur á að leggja fram spurningar til þátttakenda. Málþingið fer fram í sal Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum klukkan 14:00. Veitingar verða í boði að lokinni dagskrá.

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands