3. TBL. Húsfreyjunar 2006Út er komið 3ja tbl. tímaritsins Húsfreyjunnar, Kvenfélagasamband Íslands gefur út.
Meðal efnis í blaðinu er heimsókn til Signýar Ormarsdóttur hönnuðar og menningarfulltrúa Austurlands, í viðtali við hana kemur berlega í ljós að menning og listir eru virkt hreyfiafl í samfélaginu á Austurlandi þó fréttir af virkjunum og álveri láti hærra í fjölmiðlum. 

Dúkkur sem gleðjaUm 90 kvenfélög um land allt hafa setið við dúkkugerð síðan í vor og afraksturinn eru 800 dúkkur sem nú verða seldar til að koma fleiri stúlkum í skóla í Gíneu-Bissá. Dúkkurnar eru samstarfsverkefni Kvenfélagasambands Íslands og UNICEF Ísland. Hver og ein dúkka er handsaumuð af alúð og er ætlað að gleðja börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá.

KÍ-UNICEF verkefni kvenfélaganna sem hafa saumað brúður til að selja til ágóða fyrir stúlkur í Guinea-Bissau.

Sýning verður haldin á öllum brúðunum sem við höfum tekið á móti frá kvenfélögunum helgina 28. til og með 31. október 2005 í salnum á Hallveigarstöðum, kl. 13-18.

Komið endilega og skoðið allar þessar fallegu brúður. Nú þegar eru komnar 778 brúður og von á fleirum næstu daga.

VELKOMNAR

Skrifstofa KÍ

Kvenfélagið Tilraun stendur fyrir sýningu á Hand- og hugverki svarfdælskra kvenna síðustu 90 árin að Húsabakka í Svarfaðardal
Sýningin stendur frá 15. október til  23. október  2005. Sýningin er opin frá kl. 14:00 - 18:00 alla daga.

Hvers vegna kvennafrí?
Vegna þess að:

...atvinnutekjur kvenna eru aðeins 64,15% af atvinnutekjum karla
... konur eru með 72% af launum karla fyrir jafnlangan vinnutíma
...barneignir hafa neikvæð áhrif á laun kvenna en jákvæð áhrif á laun karla
...margar konur búa við öryggisleysi og ógn á heimilum sínum
...ein af hverjum þremur konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni
...konur uppskera ekki í samræmi við menntun sína
...konur í fyrirtækjarekstri hafa verri aðgang að fjármagni
...ábyrgð á umönnun barna og heimilisstörfum er enn að mestu á höndum kvenna
...umönnunarstörf eru með lægst launuðu störfum á vinnumarkaði
...rödd kvenna er veik í fjölmiðlum
...litið er á líkama kvenna sem söluvöru
...kona hefur aldrei verið forsætisráðherra, bankastjóri eða biskup
...konur hafa aldrei verið helmingur þingmanna
...konur njóta ekki jafnréttis á við karla
....þessu þarf að breyta. Ég þori, get og vil!


KONUR SÝNUM SAMSTÖÐU

Leggjum niður störf á Kvennafrídaginn 24. október kl. 14.08 og fyllum miðborgina svo eftir verði tekið - eins og fyrir 30 árum.
Hittumst á Skólavörðuholti kl. 15 og förum í kröfugöngu. Baráttufundur á Ingólfstorgi kl. 16.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands