Á alþjóðlega hrósdeginum er tilvalið að hrósa öllum þeim sem hafa lagt söfnuninni Gjöf til allra kvenna lið. Hvort sem er með fjárframlögum eða vinnu. Stórt hrós og þakklæti til allra sem komið hafa að þessu stóra verkefni. ❤
Af söfnuninni er það að frétta að afmælisnefnd KÍ hitti þær Huldu Hjartardóttur yfirlæknir Kvennadeildar LSH og Önnu Sigríði Vernharðsdóttur yfirljósmóður hjá LSH 23. febrúar sl. Þar var farið yfir stöðu söfnunarinnar og næstu skref.
Til upprifjunar eru þetta þrír liðir sem verið er að vinna að:
 
• Kaupa ný tæki þar sem þau vantar
• Uppfærslur á tækjum þar sem þau eru þegar til staðar en þarf að uppfæra tengi o.fl.
• Kaupa hugbúnað/forrit til að tengja tækin saman og rafvæða landið

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag.
1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum. Kvenfélagasamband Íslands í samstarfi við RÚV og sveitarfélögin í landinu minnir á og vekur athygli á deginum í fjölmiðlum.
Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
Þið eruð magnaðar
Í dag 1. febrúar 2021 er dagurinn líka sérstakur að því leyti að hann er formlegur lokadagur söfnunarinnar Gjöf til allra kvenna sem var hleypt af stokkum í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands á síðasta ári.
Það er því tilvalið fyrir vini og samstarfsfélaga hverrar kvenfélagskonu að leggja málefninu lið og láta hana vita með hamingjuóskum með daginn. Á öðrum tímum hefðum við sagt ykkar að skella knúsi með
Söfnunarreikningurinn er 513-26-200000 kt. 710169-6759
Allt um landssöfnunina á gjoftilallrakvenna.is
Söfnunarreikningurinn verður opinn eitthvað áfram.
Yellow Paper Father Dad Appreciation Facebook Post
 

Nú þegar tveir dagar eru í formleg lok söfnunarinnar Gjöf til allra kvenna á Íslandi hefur safnast 63% af markmiðinu sem er 36 milljónir. Kvenfélög um land allt hafa tekið vel í söfnunina og lagt inn á söfnunarreikninginn hátt í 20 milljónir.  Einstaklingar og fyrirtæki hafa einnig lagt söfnuninni lið, ásamt því að Heimkaup hefur selt armbönd og súkkulaði endurgjaldslaust sem og Evita Gjafavörur í Mosfellsbæ sem hefur haft armbönd til sölu.  Safnað er fyrir tækjum og búnaði sem mun stuðla að bætti heilsuvernd kvenna um land allt. Árið 2021 geta heilsustofnanir landsins hvorki vistað né sent rafræn gögn á milli staða þegar kemur að heilsuöryggi kvenna. Þetta mun söfnunarféð bæta. 

Astria og Milou kerfi eru tæki og tækni, sem tengst geta fósturritum og ómskoðunartækjum sem notuð eru við mæðravernd, fæðingar og skoðanir á kvenlíffærum. Þetta snýst um rafræna vistun á gögnum og möguleika á rafrænni tengingu við sérfræðinga á Kvennadeild LSH þegar einhver vafaatriði koma upp.

Söfnunarreikningurinn verður opin til 15. febrúar og hægt að leggja inn framlög á 513-26-200000 kt. 710169-6759.  Landsmenn og fyrirtæki eru hvött til að leggja söfnuninni lið með framlögum. 

Söfnuninni var hleypt af stokkunum á Bessastöðum 1. febrúar 2020 á 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands, þegar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson bauð Stjórn KÍ og afmælisnefnd í móttöku í tilefni afmælisins. 

 

Kvenfélagasamband Íslands sendir kvenfélagskonum, fjölskyldum þeirra, velunnurum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur, þakkar samstarfið, góðar kveðjur og stuðning vegna 90 ára afmælisins.

 
jafnrettisrad jafnrettisvidurkenning 2020 hopmynd 1
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs á Nauthóli í gær. Stelpur rokka! og Loftslagsverkfall ungs fólks hlutu viðurkenninguna í ár. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs segir að Stelpur rokka! hafi með starfi sínu skapað rými fyrir stúlkur og ungt kynsegin fólk til að stíga fyrstu skrefin í tónlistarsköpun. Þær hafi einnig aukið kjark og þor sem muni setja mark sitt á framtíð tónlistarsköpunar á Íslandi. Loftslagsverkfall ungs fólks hlýtur sérstaka hvatningarviðurkenningu vegna baráttu sinnar fyrir aðgerðum á sviði loftslagsmála. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs segir að í baráttu unga fólksins sé jafnrétti samofið skýrri framtíðarsýn. Með framtakinu felist heit inn í bjartari og réttlátari framtíð.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Samkomutakmarkanir hafa minnt okkur áþreifanlega á hversu mikilvægu hlutverki menning og listir gegna í samfélagi okkar. Stelpur rokka! hafa veitt ungum stúlkum og kynsegin ungmennum hvatningu tíl að skapa tónlist á eigin forsendum og sú sköpun mun gera líf okkar allra auðugra. Þá er einnig mikilvægt að muna að loftslagsváin hverfur ekki þó mikil athygli og áhersla sé á baráttuna við COVID-19. Nú er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að vera meðvituð um umhverfismál, þegar samfélög um allan heim huga að enduruppbyggingu og endurreisn hagkerfa.“

Markmiðið með jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs er að veita viðurkenningu fyrir mikilvæg og metnaðarfull störf í þágu jafnréttis. Þá er viðurkenningin einnig hugsuð sem frekari hvatning til dáða.  Athöfnin var látlaus og fámenn í samkomutakmörkunum en gleðin og hátíðleikinn var til staðar í salnum eins og áður við þessa viðurkenningarathöfn.

Guðrún Þórðardóttir, forseti KÍ á sæti í Jafnréttisráði. 

 

Á mynd frá vinstri: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Aðalbjörg Egilsdóttir (Loftslagsverkfall), Sigrún Jónsdóttir (Loftslagsverkfall), Halla Björg Randversdóttir (Stelpur rokka!), Áslaug Einarsdóttir (Stelpur rokka!), Anna Sæunn Ólafsdóttir (Stelpur rokka!) og Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands