Fyrsta tölublað Húsfreyjunnar á nýju ári er komin út og ætti að hafa borist öllum áskrifendum og vera komin á alla sölustaði.

Enn sem fyrr er efni blaðsins fjölbreytt.  Fyrsta tölublað hvers árs er sérstaklega tileinkað kvenfélagsstarfinu og er það vegna þess að 1. febrúar er Dagur Kvenfélagskonunnar.

Að því tilefni er Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna aðalviðmælandi í þessu febrúarblaði. Gyða er búsett í Hnífsdal og á og rekur verslunina Jón og Gunnu í miðbænum á Ísafirði. Póstkort blaðsins að þessu sinni kemur frá Stellu og Grétu sem reka Kaffihúsið Bláa kannan á Akureyri.

Það á svo vel við að birta í blaðinu smásögu sem barst í Smásagnakeppni Húsfreyjunnar og ber heitið Kvenfélagskaffið. Höfundur sögunnar er Guðríður Baldvinsdóttir sem er félagi í Kvenfélagi Keldhverfinga. Skemmtileg saga um tertur og ástir í Kvenfélaginu.  Við fáum að kynnast fleiri kvenfélagskonum í blaðinu og að þessu sinni er það Hildur Traustadóttir í Kvenfélaginu Hvanneyri sem er spurð frétta og segir hún frá sér og sínum störfum.

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar.
Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Dagurinn hefur fest sig í sessi undanfarin ár og er hans nú getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum. Kvenfélagasamband Íslands í samstarfi við RÚV og sveitarfélögin í landinu minnir á og vekur athygli á deginum í fjölmiðlum.
Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
 
Dagur kvenfelagskonunnarvef

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) hefur í samstarfi við Saumahorn Siggu gefið út þrjú myndbönd með algengum viðgerðum á fatnaði.   Myndböndin eru hluti af verkefninu Vitundarvakning um fatasóun sem KÍ hefur unnið að síðastliðin ár með stuðningi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytini.

Myndböndin sína einfaldar aðferðir við algengar viðgerðir.

Þau eru: að þrengja streng, að stytta buxur og að gera við gat.

Myndböndin er hægt að sjá hér að neðan og á Youtube rás Kvenfélagasambands Íslands.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands