Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð vegna sumarleyfa 28. júní - 4. ágúst 2021.

Njótið sumarsins, það ætlum við að gera 

Vorblað Húsfreyjunnar er nú komið út og ætti að hafa borist flestum áskrifendum. 

Einsog alltaf er Húsfreyjan stútfull af ýmsu efni sem má njóta í sumar.

Á forsíðunni að þessu sinni er listaverk, ljósmyndaverk eftir Sigríði Sigurlínu Pálsdóttur, Sillu Páls ljósmyndara Húsfreyjunnar til ellefu ára. Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur er í meginviðtali blaðsins. En Sögufélagið gaf síðastliðið haust út bókina Handa á milli um hundrað ára sögu Heimilisiðnaðarfélagsins. Um svipað leyti fagnaði Áslaug, höfundur bókarinnar áttræðisafmæli sínu. Húsfreyjan forvitnaðist um áttatíu ára ævigöngu Áslaugar.

Í þessu vorblaði er einnig upplýst um verðlaunahafa í smásögukeppni Húsfreyjunnar. Það er Húsfreyjunni heiður að birta lesendum nýjar og áhugaverðar smásögur til að lesa og njóta og kunnum við öllum þeim sendu inn sögur í keppnina bestu þakkir fyrir.  Um leið óskum við verðlaunahöfum til hamingju. Í blaðinu er að sjálfsögðu sagan sem lenti í fyrsta sæti.

Eydís Ösp Eyþórsdóttir kvenfélagskona og verkefnastjóri fræðslu- og fjölskyluþjónustu Glerárkirkju svarar spurningum Húsfreyjunnar í skemmtilegu spjalli. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur heldur áfram að segja okkur frá fyrrum forsetum Kvenfélagasambands Íslands sem byrjað var á, á 90 ára afmæli KÍ á síðasta ári. Að þessu sinni skrifar Kristín um þær Helgu Magnúsdóttur og Sigríði  Thorlacius.

Katrín Ólafar Egilsdóttir,meistari í vinnusálfræði og stjórnun, fræðir lesendur um kosti þess að vera með lifandi plöntur og plöntuveggi á heimilum og vinnustöðum. Ragnheiður Eiríksdóttir hefur umsjón með handavinnuþættinum að þessu sinni og hún býður upp á viðtal við Guðlaugu Svölu Steinunni Kristjánsdóttir sem gefur lesendum uppskrift að fiðrildapeysu. Ragnheiður býður einnig upp á uppskrift af göngupilsi sem er tilvalið í útivist sumarsins.

Í matarþættinum er farið í heimsókn og spjall til Hrannar Vilhelmsdóttur í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ og gefur Hrönn lesendum uppskriftir af bragðgóðum og spennandi réttum. Meðal annars uppskriftir úr eggaldinum, hrossalund og geggjaðar djúpsteiktar gellur. Leiðbeiningastöð heimilanna fjallar og afhjúpar algengar mýtur um mat sem of margir hafa tekið sem heilögum sannleik.

Verðlaunakrossgátan er að sjálfsögðu á sínum stað.

Húsfreyjan er líka aðgengileg rafræn á áskriftarvefnum.  

Smelltu hér til að gerast áskrifandi, hvort eð er rafrænt eða á prenti. 

Njótið lestursins og sumarsins.

Aðalfundur Almannaheilla var haldinn 3. júní sl.  Á fundinum var Laufey Guðmundsdóttir félagskona í  kvenfélagi Grímsneshrepps kosin í aðalstjórn Almannaheilla til tveggja ára sem fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands.

Síðastliðin ár hefur Laufey verið formaður kvenfélags Grímsneshrepps, hún hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna sem starfsmaður í 12 ár. Laufey hefur mikinn áhuga á starfi þriðja geirans og samfélagslegum málum.  Hún starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Við óskum henni góðs gengis í störfum sínum fyrir Almannaheill.

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu hans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd þriðja geirans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Nánar um Almannaheill á heimasíðunni:  https://almannaheill.is/

 

Kvenfélagasamband Íslands býður kvenfélagskonum um allt land í sumarlegt Bjartsýnt kvenfélags kvöldkaffi á Zoom miðvikudaginn 26. maí nk.
Vinsamlega skráið þátttöku hér að neðan.
Zoom slóð verður send á þátttakendur 26. maí.

Athugaðu að til að eiga möguleika á vinning í happadrættinu þarftu að skrá þig hér að neðan og vera viðstödd á fundinum þegar dregið er.

Sérstakir gestir fundarins eru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
og
Afrodita Roman, Evrópu forseti ACWW - alþjóðasamband dreifbýliskvenna

NKF event Facebook Cover Vefutgafa1

Við þökkum öllum þeim sem voru með okkur á þessari fyrstu rafrænu ráðstefnu NKF (Nordens Kvinnoförbund) . Hér að neðan má nálgast alla fyrirlestra, umræður og ávarp ráðherra. Sérstakar þakkir til allra fyrirlesara og ráðherra fyrir þeirrar aðkomu. / Vi tackar alla som var med oss ​​vid denna första elektroniska konferens av NKF (Nordens Kvinnoförbund). Nedan kan du komma åt ministerens föreläsningar, diskussioner och tal. Särskilt tack till alla talare och ministern för deras engagemang.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands