heklud vagga 1000Í sumarblaði Húsfreyjunnar sem er nú nýkomin út er að finna mynd af lítillri heklaðri dúkkuvöggu. 

Vaggan er með frásögn af starfsemi Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins og er það Sigurbjörg Björnsdóttir formaður Kvennadeildarinnar sem deilir uppskriftinni með lesendum Húsfreyjunnar.
 
Ath. að uppskriftin er ekki í blaðinu, aðeins myndin.
 
Uppskriftina er að finna hér að neðan

Þann 19. júní árið 1915, fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis.
Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 og eru í ár liðin 98 ár frá því konur öðluðust kosningarétt
og kjörgengi en það var svo ekki fyrr en árið 1920 sem þær öðluðust réttindi á við karla.

Af þessu tilefni halda konur uppá daginn víða um land.

Ábyrgð atvinnurekenda

46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 16. mars á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:

Kvenfélagasambands Íslands vekur athygli á ábyrgð atvinnurekenda á gerð áhættumats á vinnustöðum og að vinnuumhverfi hafi ekki neikvæð áhrif  heilsu fólks. Mikilvægt er að kynbundnir áhættuþættir kvenna á vinnumarkaði verði skoðaðir sérstaklega og stuðlað verði að bættu vinnuumhverfi kvenna.

Fleiri konur í stjórnir fyrirtækja

46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 16. mars á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:

Hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja í Íslandi eru nú einungis 3%! Næsta haust ganga í gildi lög um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja, þar sem hlutfall hvors kyns um sig skal ekki vera lægra en 40%.
Kvenfélagasamband  Íslands vill hefja sérstakt átak um aukna þátttöku kvenna í stjórnum fyrirtækja á Íslandi. KÍ hvetur konur til þess að bjóða sig fram í stjórnir fyrirtækja. Þeim tilmælum er beint til héraðssambanda og félaga innan Kvenfélagasambands Íslands að hvetja konur til að bjóða sig fram í stjórnir fyrirtæka og hafa þar með áhrif á betri rekstur þeirra og bætt vinnuumhverfi kvenna. 

Landssöfnun til tækjakaupa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi

46. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 15. mars 2013 á Hótel Gullfossi, Bláskógarbyggð ályktar:

Kvenfélagasamband Íslands þakkar þeim fjölmörgu sem stutt hafa landssöfnun frú Agnesar Sigurðardóttur biskups Íslands til tækjakaupa á Landspítla Háskólasjúkrahúsi með þvi að leggja inn á söfnunarreiknin Kvenfélagasambands Íslands. Nú þegar hafa ríflega 700.000.- krónur safnast á reikninginn, en hann er í Íslandsbanka og er enn opinn. Nr. 513-26-200000  kt. 710169-6759.

Föstudagur 15. mars

Kl. 18.30  Fundur settur
Kosning fundarstjóra og ritara fundarins
Fundargerð síðasta formannaráðsfundar borin upp til samþykktar, sjá meðf. fundargerð
Skýrsla stjórnar Kvenfélagasambands Íslands
Reikningar Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar
Fjárhagsáætlun Kvenfélagasambands Íslands

Kl. 19.30 fundi frestað

Kl 20.00 Kvöldverður
Létt skemmtun og tengslanetið eflt

Laugardagur 16. mars

Kl.  9.00 fundi fram haldið
Skýrslur Leiðbeiningastöðvar heimilanna, tímaritsins Húsfreyjunnar lagðar fram Alheimsþing ACWW á Indlandi í september 2013
Norræni sumarfundurinn í  Bodö í Noregi í júní  2013
Nordisk Forum í Malmö í Svíþjóð 2014
100 ára kosningaréttur kvenna á Íslandi 2015

Kl. 11.00  Heilsa kvenna 
Ásta Snorradóttir sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og doktorsnemi við félagsvísindadeils Háskóla Íslands. Ásta hefur m.a. skrifað um heilsu kvenna og einnig rannsakað margt á því sviði.

Kl. 12.00 fundi frestað, hádegisverður

Kl. 13.00 – 14.30 Verkefni og starfsáætlun KÍ

Starfið framundan - Hópavinna

Kl. 14.30 Stjórnarkjör, varaforseti KÍ til 3ja ára varakona í stjórn til 3ja ára
Nefndarkjör
Uppstillinganefnd KÍ til 3ja ára
Önnur mál

Kl. 14.55 Fundarslit 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands