Aðalfundur Almannaheilla var haldinn 3. júní sl.  Á fundinum var Laufey Guðmundsdóttir félagskona í  kvenfélagi Grímsneshrepps kosin í aðalstjórn Almannaheilla til tveggja ára sem fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands.

Síðastliðin ár hefur Laufey verið formaður kvenfélags Grímsneshrepps, hún hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna sem starfsmaður í 12 ár. Laufey hefur mikinn áhuga á starfi þriðja geirans og samfélagslegum málum.  Hún starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands. Við óskum henni góðs gengis í störfum sínum fyrir Almannaheill.

Almannaheill – samtök þriðja geirans – voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu, vinna að sem hagfelldustu starfsumhverfi fyrir þessa aðila, styrkja ímynd þeirra, efla stöðu hans í samfélaginu og koma fram fyrir hönd þriðja geirans gagnvart opinberum aðilum og fjölmiðlum. Þá vinna samtökin að því að heildarlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra verði bætt, og að sýnileiki þriðja geirans í þjóðfélaginu verði aukinn.

Nánar um Almannaheill á heimasíðunni:  https://almannaheill.is/

 

Kvenfélagasamband Íslands býður kvenfélagskonum um allt land í sumarlegt Bjartsýnt kvenfélags kvöldkaffi á Zoom miðvikudaginn 26. maí nk.
Vinsamlega skráið þátttöku hér að neðan.
Zoom slóð verður send á þátttakendur 26. maí.

Athugaðu að til að eiga möguleika á vinning í happadrættinu þarftu að skrá þig hér að neðan og vera viðstödd á fundinum þegar dregið er.

Sérstakir gestir fundarins eru:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
og
Afrodita Roman, Evrópu forseti ACWW - alþjóðasamband dreifbýliskvenna

NKF event Facebook Cover Vefutgafa1

Við þökkum öllum þeim sem voru með okkur á þessari fyrstu rafrænu ráðstefnu NKF (Nordens Kvinnoförbund) . Hér að neðan má nálgast alla fyrirlestra, umræður og ávarp ráðherra. Sérstakar þakkir til allra fyrirlesara og ráðherra fyrir þeirrar aðkomu. / Vi tackar alla som var med oss ​​vid denna första elektroniska konferens av NKF (Nordens Kvinnoförbund). Nedan kan du komma åt ministerens föreläsningar, diskussioner och tal. Särskilt tack till alla talare och ministern för deras engagemang.

Kvenfélagasamband Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagið reka saman Kvennaheimilið Hallveigarstaðir á Túngötu 14. Félögin skipta með sér að sjá um framkvæmdastjórn hússins þrjú ár i senn. 
Mánudaginn 26. apríl á aðalfundi Hallveigarstaða  var Kvennasögusafni Íslands afhent gögn úr sögu hússins til varðveislu.
 
178605943 917304838843718 1069310745837291523 n
Á mynd frá vinstri: Rakel Adolphsdóttir forstöðumaður
Kvennasögusafn Íslands, Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands, Fanney Úlfljótsdóttir formaður
Bandalag kvenna í Reykjavík, BKR,
Dagmar Sigurðardóttir ritari húsnefndar, Ingveldur Ingólfsdóttir formaður húsnefndar, Guðrún Þórðardóttir forseti
Kvenfélagasamband Ísland. 
 
 
 
179034198 5462292007145341 8504520049334845760 nFanneyju Úlfljótsdóttur var þökkuð góð störf sl þriggja ára sem framkvæmdastjóri hússins.
 
Í lok fundarins tók Kvenfélagasamband Íslands við stjórn hússins næstu þrjú árin frá Bandalagi kvenna í Reykjavík. 
Dagmar Elín Sigurðardóttir tekur við formennsku húsnefndar og Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ verður framkvæmdastjóri Kvennaheimilisins. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands