Sóun matvæla, siðferði matvælanotkunnar

Kvenfélagasamband Íslands heldur hádegisfund í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík, nk. föstudag 29. nóvember kl. 12 – 13.
Rannveig Magnúsdóttir líffræðingur og verkefnisstjóri hjá Landvernd flytur erindi um sóun matvæla og siðferði matvælanotkunar og sýnir framá leiðir til úrbóta á þessu sviði.
Um 30% matvæla fara í súginn á vesturlöndum, fátt bendir til annars en sama staðan sé uppá á teningnum hér á landi.
Formannaráð Kvenfélagasambands Íslands sendi eftirfarandi ályktun frá fundi sínum 23. nóvember sl.
Hvað þýðir ,,Best fyrir" og ,,Síðasti söludagur"?
Kvenfélagasamband Íslands ætlar ekki að sitja hjá.
Á Íslandi má áætla að um 30% matvæla sé fleygt, á heimilum, á veitingastöðum og úr verslunum. Kvenfélagasambandið boðar til aðgerða með kvenfélagskonum og þjóðinni allri til að sporna gegn sóun matvæla.

Hádegisfundurinn er liður í átaksverkefni Kvenfélagasambandsins gegn sóun matar
Boðið verður uppá grænmetissalat frá Sölufélagi Garðyrkumanna og kaffi á fundinum.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

47. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn 23. nóvember 2013

í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum sendir frá sér eftirfarandi ályktun.

Hvað þýðir ”Best fyrir,, og ”Síðasti söludagur?,,

Kvenfélagasamband Íslands ætlar ekki að sitja hjá.

Á Íslandi má áætla að um 30% matvæla sé fleygt, á heimilum, á veitingastöðum og úr verslunum.

Kvenfélagasambandið boðar til aðgerða með kvenfélagskonum og þjóðinni  allri til að sporna gegn sóun matvæla. 

Velkomin á kynningarfund þann 22. október fyrir samnorrænu kvennaráðstefnuna Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö í júní 2014. Fundurinn verður haldinn að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum og hefst kl. 20.00.

Nlogonforræna kvennaráðstefnan Nordisk Forum verður haldin 12.-15. júní 2014 í Malmö, Svíþjóð. Þetta er í þriðja skipti sem boðað er til Nordisk Forum, en hún var haldin í Osló, Noregi 1988 og Turku, Finnlandi 1994.

Nordiskt Forum mun fjalla um allt milli himins og jarðar tengt jafnréttisbaráttunni og kvenréttindum, bæði á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum.

Búist er við 15.000 þátttakendum á ráðstefnunni. Þegar ráðstefnan var síðast haldin 1994 voru íslenskir þátttakendur rúmlega 1.400 og íslenskar konur því hlutfallslega stærsti hópur ráðstefnugesta.

Aðstandendur ráðstefnunnar eru kvennahreyfingarnar á Norðurlöndum.

Á kynningarfundinum verður skipulagning ráðstefnunnar kynnt og rætt um þátttöku íslenskra kvenna að þessu sinni.

Veitingar og drykkjarföng eru í boði.

Mætum og látum í okkur heyra!

Stjórn og starfsfólk Kvenfélagasambands Íslands heldur uppá 50 ára afmæli Leiðbeiningastöðvar heimilanna fimmtudaginn 3. október kl. 17:00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. 
Boðið verður upp á léttar veitingar, fróðleik og skemmtun.
Notendur, velunnarar og aðrir áhugasamir eru velkomnir í boðið.

Kvenfélagasambandið og Leiðbeiningastöðin leggja land undir fót úr Kvennaheimilinu og verða í Kolaportinu um komandi helgi. Komið við í básnum og kynnið ykkur störf kvenfélaganna og Kvenfélagasambands Íslands og fáið góð ráð í leiðinni. 
Bók Leiðbeiningastöðvarinnar og Matarkörfunnar, Þú ert snillingur, verður þar til sölu ásamt ýmsu öðru.

Verið velkomin.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands