2. tbl. Húsfreyjunnar er
komið út. Í þetta sinn prýða glæsilegar konur frá Kvenfélagi Selfoss forsíðuna. Í tilefni 70 ára afmælis félagsins efndu þær til gjörnings þar sem konur voru hvattar til að koma saman í þjóðbúningum. Úrslitin í Ljóðasamkeppninni eru kynnt með ljóðaveislu og kynningu á verðlaunahöfum. Í viðtalinu er rætt við Dagnýju Hermannsdóttir súrkáls og kartöfludrottningu Íslands. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í gerð súrkáls og sýringu grænmetis, búið til og selt súrkál í völdum sælkeraverslunum og nýverið kom út bók eftir hana. Albert Eiríksson umjónarmaður matarþáttarins gefur góð ráð og uppskriftir að réttum sem tilvaldar eru í nestisferðir. Ásdís Sigurgestsdóttir gefur uppskrift af léttri sumarpeysu ásamt því að gefa leiðbeinngar að verkefnum sem tengjast endurvinnslu og umhverfispælingum. Sagt er frá fatasóunarverkefni Kvenfélagasambandsins og saumaverkstæði KÍ á Umhverfishátíð. Anný Kristín Hermansen segir frá áhugamáli sínu og Áslaug Guðrúnardóttir skrifar pistil um mínímalískan lífsstíl. Dagskrá Landsþingsins á Húsavík er kynnt í blaðinu ásamt mörgu öðru góðu lesefni.
Húsfreyjan er gefin út af Kvenfélagasambandi Íslands og kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri er Kristín Linda Jónsdóttir. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Kvenfélagasambandinu í gegnum heimasíðuna kvenfelag.is. Tímaritið fæst einnig í lausasölu á fjölmörgum sölustöðum.

Kvenfélagasamband Íslands fékk nýlega úthlutað styrk frá Umhverfisráðuneytinu vegna verkefnisins „Vitundarvakning um fatasóun“. Verkefnið er þegar hafið með grein sem birtist í fyrsta tölublaði Húsfreyjunnar í febrúar og með þátttöku í Umhverfishátíðinni sem haldin var í Norræna húsinu í byrjun april.. Markmið verkefnisins er að fræða almenning og kvenfélagskonur um mikilvægi þess að sporna gegn fatasóun og fræða um umhverfisáhrif fatasóunar.
Kvenfélagasamband Íslands opnar saumaverkstæði á Umhverfishátíð í Norræna húsinu. Þar sem almenning gefst tækifæri til að sauma sinn eigin innkaupapoka og grænmetispoka. Áttu efnisbúta, sterklegan dúk eða gardínur heima sem verðskulda nýtt líf? Taktu efnin með og saumaðu þinn eigin innkaupapoka – eða leyfðu annarra að njóta þeirra! Einnig verður úrval af efnum á staðnum.