52. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands fer fram í Salthúsinu í Grindavík 26. - 27. febrúar nk.
Yfirskrift fundarins er Jákvæðni og vellíðan í félagsstarfi
Aðalfyrirlesari á fundinum er Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Kvenfélagskonur eru velkomnar að koma og hlýða á erindi Kristínar Lindu á meðan húsrúm leyfir.
Formannafundir Kvenfélagasambands Íslands fara fram tvisvar á ári. Fundina sækja formenn héraðssambanda KÍ ásamt stjórnar og nefndarkonum sambandsins.
Fyrri fundurinn, sem er aðalfundur, er haldinn í febrúar eða mars og sá síðari í nóvember.
Dagskrá fundarins: