Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldinn í Húsdýragarðinum laugardaginn 6. september nk. kl. 14 - 16.

Að venju verða kvenfélagskonur með sultukynningu og sölu á svæðinu auk þess að kynna Húsfreyjuna, tímarit Kvenfélagasambands Íslands. Verið velkomin í heimsókn og smakkið sultu og fáið blað að gjöf. 

Matarsóunarhátíð

Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd umhverfisverndarsamtök og Vakandi standa fyrir fjölskylduhátíð í Hörpu til að vekja athygli á matarsóun, en áætlað er að um þriðjungi matvæla sem framleidd eru í heiminum endi í ruslinu.

Á matarsóunarhátíðinni er ekki verið að halda uppá matarsóun heldur er markmiðið með þessum góðgerðarviðburði að ná saman öllum í „fæðukeðjunni"  til þess að finna leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun. Frá framleiðanda-neytanda verður gífurleg matarsóun og nú skal, í samtali við alla hlutaðeigandi, fundin lausn á þessu báglega vandamáli. 

Við bjóðum alla fjölskylduna velkomna á matarsóunarhátíð í hörpu.
dagskráin verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í silfurbergi, dillandi tónlist verður á milli atriða og básar frá fyrirtækjum, góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum verða á staðnum til að kynna aðferðir til að koma í veg fyrir matarsóun.

Tveir erlendir fyrirlesarar mæta á svæðið, þau Selina Juul, handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2013 og Tristram Stuart fyrirlesari um umhverfismál sem m.a. hlaut Sophie Prize 2011
Kolabrautin eldar súpu úr grænmeti frá Sölufélagi íslenskra grænmetismanna sem ekki kemst á markað sökum útlits (Súpa úr ljóta grænmetinu) og býður gestum að smakka.

Matarsóunarhátíðin er hluti af stóru samnorrænu verkefni um matarsóun og leiðir til að koma í veg fyrir slíkt. Nánari upplýsingar um verkefnið og dagskrá matarsóunarhátíðarinnar er að finna á heimasíðunni:matarsoun.is

Hlökkum til að sjá ykkur í Hörpu!
Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi

Þann 19. júní árið 1915, fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. 
Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 og eru nú liðin 99 ár frá því konur öðluðust kosningarétt 
og kjörgengi. Það var svo ekki fyrr en árið 1920 sem þær öðluðust réttindi á við karla.
 
Af þessu tilefni halda konur uppá daginn víða um land, sjá hér að neðan:
 
Kvenréttindadagurinn verður haldinn hátíðlegur að Hallveigarstöðum 19. júní kl. 17:00
 
Dagskrá:
Una María Óskarsdóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands, flytur ávarp og stýrir fundi
Steinunn Stefánsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, flytur ávarp 
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla, ávarpar fundinn
Ragnheiður Davíðsdóttir, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík, ávarpar fundinn
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kosningaréttur kvenna 100 ára, ávarpar fundinn
 
Menningar- og minningarsjóður kvenna veitir styrki til kvenna sem hyggjast ferðast vegna ritstarfa sinna í ár
 
Kaffiveitingar og spjall
 
 
Kvennamessa í Laugardal
 
Kvennakirkjan heldur guðþjónustu við Þvottalaugarnar í Laugardal miðvikudaginn 19. júní kl. 20 í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Una María Óskarsdóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands býður gesti velkomna. Steinunn Stefánsdóttir formaður Kvenfréttindafélags Íslands flytur ritningalestur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir  prédikar. Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
 
Akureyri:

Kvennasöguganga um Oddeyrina  og kvikmyndasýning í Sambíó. 

Saga kvenna á Oddeyrinni er mörgum hulin og því gefst hér kjörið tækifæri til að fá innsýn í líf og störf þeirra en konur á eyrinni sáu t.d. um ýmiskonar rekstur um aldarmótin 1900 og fram á miðja 20. öld. Guðfinna Hallgrímsdóttir og Hallgrímur Skaptason munu leiða gönguna og varpa ljósi á líf kvenna og ýmsar uppákomur, hefðir og venjur sem ríktu á eyrinni. Kvennasögugangan hefst við Ráðhústorg kl. 16:20 og lýkur við Gamla Lund. Gangan er öllum opin en hún er í boði Jafnréttisstofu, Héraðsskjalasafnsins á Akureyri, Minjasafnsins á Akureyri, Zontakvenna og Akureyrarbæjar.

Að göngu lokinni, kl. 18:00 er göngufólki boðið upp á sýningu í Sambíói á sænsku verðlaunamyndinMonika Z sem fjallar um ævi djass-söngkonunnar Monicu Zetterlund sem lést í eldsvoða á heimil sínu í Stokkhólmi fyrir átta árum. Hún var um tíma ein fremsta djasssöngkona heims og söng meðal annars inn á plötu Billy Evans – Waltz for Debby. Aðalleikona myndarinnar er hin íslenskættaða Edda Magnason og einnig leikur Sverrir Guðnason stórt hlutverk í myndinni. Þau hlutu á dögunum sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gullbjölluna, fyrir leik sinn. Kvikmyndasýningin er í boði Kvikyndis, Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri, Jafnréttisstofu og Sænska sendiráðsins á Íslandi.
 

Formannaráðsfundur KÍ fór fór fram að Bifröst dagana 21.-22. mars sl.

Á fundunum komu saman formenn héraðssambanda KÍ og stjórn KÍ ásamt starfsmönnum og ráð ráðum sínum um áherslur KÍ og héraðssambandana næsta ár.

Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum.

48. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn að Bifröst í Borgarfirði 21. -22. mars 2014 skorar á Alþingi, fjárlaganefnd og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingar til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningarstöðvar heimilanna. 
Greinargerð: 
Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 sem þjónustustofnun og málsvari kvenfélaganna í landinu sem starfa um land allt og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. 

Kvenfélagskonur skráið ykkur tímalega á þingið.

Þingskjöl til niðurhals

 

 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands