husfreyjan_03.08_fors.jpgMatur - fræðsla - handavinna - viðtöl 

Húsfreyjan, tímarit Kvenfélagsambands Ísland 3. tbl. 2008 er komið út.
Sjá nánar hér á síðunni undir „Húsfreyjan"

 

Ályktun frá stjórn Kvenfélagasambands Íslands.
Stjórn Kvenfélagasambands Íslands fagnar því að samið hefur verið við ljósmæður og yfirvofandi verkfalli þeirra afstýrt.
Störf ljósmæðra skipta miklu máli fyrir velferð mæðra og barna og því mikilvægt að þau séu metin að verðleikum. 
Jafnframt vonast stjórn Kvenfélagasambandsins til þess að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að leiðréttingu á þeim launamun sem enn er viðvarandi milli kynjanna og fram kemur í nýjum könnunum þar um. 

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar, í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands, stóð fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði í Mosfellsbæ 18. september sl. Þingið var haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur, fyrrverandi forseta Kvenfélagasambands Íslands. Helga fæddist 18. september 1906, en bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fæðingardagur hennar verði árlegur jafnréttisdagur í bæjarfélaginu. Á þessu ári eru 50 ár síðan Helga settist fyrst kvenna í stól oddvita í Mosfellsbæ. Hún lét meðal annars málefni kvenna sig varða, var formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu 1948-1966, formaður Kvenfélags Lágafellssóknar 1951-1964, í varastjórn Kvenfélagasambands Íslands 1953 síðan í aðalstjórn þess og formaður 1963-1971. Frú Sigurlaug Viborg forseti Kvenfélagasambands Íslands ver meðal ræðumanna á þinginu og  bar erindi hennar heitið:  Bökum betra samfélag. Er j í kvenfélag? Erindið verður hægt að lesa hér.

Nú er berjatíð og margir að sulta og safta og koma grænmetisuppskerunni í forðabúr heimilisins. Fljótlega byrjar svo sláturtíðin með öllum sínum önnum.

Það er mikilvægt búsílag og getur sparað heimilunum talsverð útgjöld að nýta það sem til fellur og svo er líka gaman fyrir fjölskyldurnar að vinna saman og draga björg í bú til vetrarins. 

 Gott er að geta leitað ráða ef einhverjar spurningar vakna við hauststörfin. 

Leiðbeingiastöð heimilanna veitir góð ráð við öll helstu atriði heimilishalds, hringið í síma 552 1135 eða sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá góð ráð og leiðbeiningar.

Þjónustan er gjaldfrjáls og öllum opin.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands