„TAKTU STRIMILINN” Stjórn Kvenfélagasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af afkomu heimilanna vegna verðhækkana, bæði á matvöru og öðrum heimilisvörum.  Erfitt er að fylgjast með og bera saman vöruverð og nokkur brögð eru að því í verslunum að verðmerking sé ekki í samræmi við það sem greitt er á kassa.  Að gefnu tilefni beinir stjórn Kvenfélagasambandsins þeim tilmælum til afgreiðslufólks í matvöruverslunum að það afhendi viðskiptavinum sínum kvittun og strimil fyrir vörukaup. Það hljóta að teljast eðlilegir viðskiptahættir að neytendur hafi tækifæri til að skoða strimilinn og bera saman verð þegar viðskipti eiga sér stað. Jafnframt auðveldar það neytendum vöruskil. Stjórn Kvenfélagasambands Íslands  hvetur neytendur til að vera á varðbergi og  bera saman verð með því að taka strimilinn og fylgjast með.  Það veitir nauðsynlegt aðhald í viðskiptum. 

blomvondur.jpgFimmtudaginn 3. apríl sl. varð kvenfélagið Seltjörn á Seltjarnarnesi 40 ára.  Í tilefni dagsins var haldin vegleg afmælisveisla Í Félagsheimili Seltjarnarness og var forseta og varaforseta KÍ, formanni og varaformanni KSGK og fleiri góðum gestum boðið að koma til veislunnar.  Alls mættu 55 gestir og skemmtu sér saman yfir góðum mat og dansi fram á kvöld.  Stjórn félagsins þakkar þessum skemmtilegu konum komuna og einnig gjafir þær er félaginu bárust.

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands  2008 var haldinn á Stöng í Mývatnssveit dagana 7.-8. mars sl.
Á fundinn mættu formenn héraðs og svæðasambanda KÍ og eða fulltrúar þeirra ásamt stjórn og framkvæmdastjóra KÍ.
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, starfssemi KÍ og kvenfélaganna voru rædd og tengslanetið eflt.
Úr stjórn gekk Sigrún Aadnegard, ritari, frá Kvenfélaginu Framför í Skarðshreppi. Í hennar stað var kosin Ása Steinunn Atladóttir frá Kvenfélagi Álftaness. 

 

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 8.mars 2008 kl.14 Friður og menning. Fundarstjóri: Kristín Steinsdóttir, rithöfundur Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði Þáttur verkalýðshreyfingar í menningu. Petra Deluxsana, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna Leit að hamingju. Kristín Vilhjálmsdóttir, kennari Fljúgandi teppið. Guðrún Lára Pálmadóttir, trúbador spilar á gítar og syngur. Ólöf Nordal, myndlistarmaður Bríetarbrekka. Guðrún Kristinsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Friður á heimilinu - Sjónarhóll barna. María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK Friðaruppeldi. Opið út Sýnir brot úr leikritinu mammamamma. Leikarar: María Ellingsen, Þórey Sigþórsdóttir, Magnea Valdimarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir. Leikmynd: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Ólöf Arnalds. Leikstjóri: Charlotte Böving. Konur heims - skyggnumyndasýning Hörpu Stefánsdóttur. Í föndurhorni friðarsinna: vinabönd og friðarsvanir.

Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal, færði fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði Bilibed ljósarúm á föstudag. Rúmið er ætlað til notkunar við að meðhöndla gulu í nýburum. Gula stafar af því að styrkur galllitarefna eða gallrauða, svonefndu bílirúbíns, í blóðinu verður óeðlilega hár. Allir nýburar fá slíka hækkun á fyrstu sólarhringunum eftir fæðingu og um helmingur þeirra fær sýnilega gulu. Hjá fyrirburum er þetta hlutfall hærra og flestir þeirra fá gulu. „Er þetta frábær gjöf sem kemur sér afskaplega vel enda nokkuð um að nýburar fái einhvern snert af gulu fyrstu dagana. Vill Starfsfólk stofnunarinnar og sérstaklega fæðingadeildarinnar færa Kvenfélaginu innilegar þakkir en þess má geta að þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Kvenfélagið styrkir starfsemi sjúkrahússins“, segir í tilkynningu sjúkrahússins. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 Kvenfélagasamband Íslands