Þann 8.maí var aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs (KSK) haldinn.   Í sambandinu eru tvö kvenfélög;  Freyja félag framsóknarkvenna í Kópavogi og Félag kvenna í Kópavogi (FKK). Formaður KSK er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir.  Á fundinn mæta fulltrúar beggja kvenfélaga og formenn og fulltrúar úr Orlofsnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, bæði félögin manna þær nefndir.   Félög og nefndir fluttu skýrslur um starfsemi sína síðastliðið ár og venjuleg aðalfundarstörf voru afgreidd. Forseti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), Dagmar Elín Sigurðardóttir mætti á fundinn og sagði frá starfsemi KÍ, kynnti Húsfreyjuna og hvatti konur ti að taka þátt í starfi KÍ og gerast áskrifendur að Húsfreyjunni.  Á fundinum voru einnig frá KÍ;  Helga Magnúsdóttir ritari KÍ og Jenný Jóakimsdóttir frá skrifstofu KÍ.   

 

95. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn að Borg í Grímsnesi laugardaginn 29. apríl sl.  Yfirskrift fundarins var Virðum veröld - Vöndum valið - Nýtum nærumhverfið.  Kvenfélag Grímsneshrepps var gestgjafi fundarins og tók vel á móti fulltrúum. Nýr formaður sambandsins var kjörinn Sólveig Þórðardóttir úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps, en hún tekur við góðu búi frá Elinborgu Sigurðardóttur sem verið hefur formaður sambandsins í níu ár. Elinborgu voru færðar þakkir fyrir ötult starf síðastliðin ár frá stjórn sambandins og frá Jennýju Jóakimsdóttur starfsmanni KÍ. Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ sagði frá starfi Kvenfélagasambands Íslands í máli og myndum.  Á fundinum var valinn Kvenfélagskona ársins innan sambandsins og var það Guðrún Þóranna Jónsdóttir í Kvenfélagi Selfoss sem var valinn að þessu sinni fyrir sitt góða starf. 

Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og byggðaþróunarfulltrúi SASS var með erindið: Get ég fjármagnað verkefnið mitt? - þáttur Uppbyggingasjóðs Suðurlands.  Margrét Steinunn Guðjónsdóttir sagði frá starfsemi í Krabbameinsfélags Árnessýslu. ásamt því að stjórnarkonur í félaginu tóku nokkur lög fyrir gesti fundarins.  Að loknum fundi var boðið til móttöku í Ártanga þar sem Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir tóku á móti gestum og sögðu frá starfsemi gróðurhússins þar. 

Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður í boði sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps og dagskrá og skemmtun í umsjón Kvenfélags Grímsneshrepps.

 solveig og elinborg

Nýr formaður SSK Sólveig Þórðardóttir og Elinborg Sigurðardóttir fráfarandi formaður SSK. 

guðrún Þóranna

Elinborg ásamt kvenfélagskonu ársins innan SSK, Guðrún Þórönnu Jónsdóttur

jenny Elinborg

Elinborg ásamt Jennýju Jóakimsdóttir starfsmanni sem mætti á fundinn og þakkaði Elinborgu gott samstarf síðastliðinna ára.

formenn SSK

Nýkjörinn formaður SSK Sólveig Þórðardóttir, fráfarandi formaður Elinborg Sigurðardóttir ásamt fyrrum formönnum þeim; Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Drífa Oddsdóttir og Drífa Hjartardóttir. 

artunga

Móttaka í gróðurhúsunum í Ártanga. 

 

92. aðalfundur Sambands borgfirskra kvenna (SBK) fór fram á Hótel Húsafelli, fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Góðar umræður fóru fram um starfið, ásamt venjulegum aðalfundarstörfum. Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Þuriður Guðmundsdóttir í stjórn KÍ þáðu gott boð og sögðu frá starfi KÍ í máli og myndum. Að loknum fundi  var boðið til hátíðarkvöldverðar á Hótel Húsafelli í tilefni af 90 ára afmæli Sambands borgfirskra kvenna sem var 2021, en ekki hafði tekist að komast saman til að fagna afmælinu vegna samkomutakmarkana það árið.  Falleg kvöldsólin tók vel á móti gestum. Forseti KÍ færði sambandinu síðbúnar afmæliskveðjur og gestabók að því tilefni. Linda Bára Sverrisdóttir er formaður SBK sem starfar í Mýra og Borgarfjarðarsýslum. Innan þess eru 11 kvenfélög með um 200 félagskonur. 

Dagmar Linda minni

Linda B. Sverrisdóttir formaður SBK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ

Dagmar Linda thuriður minni

Dagmar, Linda og Þuríður Guðmundsdóttir meðstjórnandi KÍ

Fundur salur minni

 

kvöldverður minni

 

 Hópur 2023 husafelli litil

 

Aðalfundur Kvenfélagasambands Suður Þingeyinga (KvSÞ) var haldinn í blíðskaparveðri laugardaginn 22. apríl í Stjórutjarnarskóla í boði Kvenfélags Ljósvetninga.
Forseta KÍ, Dagmar Elín Sigurðardóttir var boðið á fundinn og flutti erindi um málefni KÍ í máli og myndum. Dísa Óskars flutti erindi um klúbbinn og verkefnið sem hún stofnaði "Úr geymslu í Gersemi"
Góður fundur þar sem farið var yfir þau verkefni sem eru í gangi hjá KvSÞ og aðildarfélögum og sátu fundinn um 30 konur sem fulltrúar þeirra 11 kvenfélaga sem mynda sambandið. Friðrika Baldvinsdóttir er núverandi formaður sambandsins sem var stofnað á Ljósavatni 5. júní 1905
Dagmar þakkar kærlega góðar móttökur.
Rikka og Dagmar minni
 
Friðrika Baldvinsdóttir formaður KvSÞ og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ. 
 
fundarkonur minni
 
 
Stjórn Minni
 
Disa Oskars minni

Norrænir Mörtudagar í Kuopio í Finnlandi 15.–17.  júní 2023

 Smökkum á Savo

 Á dagskránni verður kynning á matarmenningu Savo, heimsóknir til matvælaframleiðenda á svæðinu, borgin býður gestum í móttöku, heimsókn á víngarð, leiðsögn um borgina og gægst verður inn í eldhús hjá kvenfélagskonum (Mörtum) í Savo.

Meðal gesta og fyrirlesara verða þingmenn Evrópuþingsins, Sirpa Pietikäinen, forseti Marttaliitto, og  Marianne Heikkilä, framkvæmdastjóri Marttaliitto.

Verðið er 280 evrur. (Hótelherbergi og ferðakostnaður til Kuopio eru ekki innifalin í verði.)

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar:

Mörtudagar1.png

Mörtudagar2.png

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands