Helgina 20. - 21. nóvember nk. var fyrirhugað að halda jólafund og afmælisfagnað í tilefni 90 ára afmælis KÍ, en þeir viðburðir verða því miður felldir niður vegna sóttvarna.    

Formannaráðsfundur  laugardaginn 21. nóvember verður færður í netheima og mun fara fram rafrænt. Formannaráð hefur verið sent fundarboð, vinsamlega notið skráningarformið í fundarboðinu og tilnefnið annan fulltrúa ef þið einhverra hluta vegna getið ekki mætt. 

kvennafri-1018-360-768x272.jpg

 

Konur lifa ekki á þakklætinu!

24. október 1975 lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í dag, 45 árum síðar, er framlag kvenna til samfélagsins ekki enn að fullu metið að verðleikum.  

Konur eru enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. Þar með hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir sex klukkustundir og eina mínútu miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 15:01.

Við glímum við mesta heimsfaraldur í heila öld. COVID-19 hefur haft gríðarleg áhrif á efnahag okkar, heilsu og jafnrétti. Konur bera hitann og þungan af baráttunni gegn faraldrinum og verða að sama skapi fyrir mestum skaða af völdum hans, fjárhagslegum, heilsufarslegum og samfélagslegum.  

52606037 2062844243784478 7044593255681359872 nÁ stjórnarfundi NKF í október 2020 var ákveðið vegna heimsfaraldurs Covid - 19 að fresta Norrænu sumarþingi NKF fram til sumarsins 2022.

Dagsetning hefur ekki verið ákveðin, en gert er ráð fyrir að NKF þingið verði næst haldið á Íslandi í júní 2022. 

Á sama stjórnarfundi var rætt um að halda Fjarfund NKF fyrripart ársins 2021 og verður það auglýst nánar síðar. 

Húsfreyjan 3. tbl. 2020 LQHaustblað Húsfreyjunnar er komin til áskrifenda eða á leið til þeirra og komin á sölustaði víða um land. Áskrifendur taka nú eftir því að blaðið kemur núna í umslagi en ekki í plastpoka einsog verið hefur. Það er stefnan að losa okkur við plastið, og á vel við núna í Plastlausum september.
Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda. Margrét D. Sigfúsdóttir skólastjóri Hússtjórnarskólans prýðir forsíðuna í garði skólans. Hún segir frá sögu skólans og frá sjálfri sér í aðalviðtali blaðsins, ásamt því að gefa lesendum klassískar uppskriftir í matarþætti. Enn fáum við að njóta ljóða sem bárust í Ljóðasamkeppni Húsfreyjunnar á 70 ára afmælinu. Ásdís Sigurgestsdóttir sér um handavinnuþáttinn og gefur uppskriftir að fallegri barnapeysu, eyrnabandi og skemmtilegt útsaumsverkefni. Kristín Aðalsteinsdóttir er ein þeirra sem nýtur þess að baka brauð, hún deilir langri reynslu sinni, aðferðum og upskriftum að brauði með lesendum. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir ræðir mikilvægi þess að fara vel með röddina. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur uppskriftir úr rabarbara og fjallar um þrif á tímum Covid 19. Margréti Einarsdóttur skólastjóri Vesturbæjarskóla er viðmælandi í spurt og svarað. Þetta og margt fleira í Húsfreyjunni að þessu sinni. Að lokum vill útgáfustjórn Húsfreynnar minna á að í blaðinu er kynnt til sögunnar smásagnasamkeppni Húsfreyjunnar í vetur. Sögurnar skulu hafa borist fyrir 1. mars 2021. Samkeppnin er öllum opin. Njótið blaðsins

Það hefur ekki farið framhjá neinum að röskun hefur orðið á ýmiskonar félagsstarfi sl. mánuði vegna heimsfaraldurs, þar með talið félagsstarfi kvenfélaga og héraðssambanda. Fundum og viðburðum hefur verið frestað eða þeir felldir niður vegna þeirra samkomutakmarkana sem verið hafa i gildi. Samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum er nú þegar þetta er skrifað heimilt að halda námskeið, ráðstefnur, málþing, fundi og kennslu ef færri en 200 koma saman og sóttvarnarlæknir hvetur til að 1 metra nálægðartakmarkanir séu viðhafðar sem oftast í umgengi við aðra, sérstaklega óskylda eða ótengda aðila. Það krefst því ákveðins skipulags og breytinga að halda fundi eða viðburði. Þegar hafa margir fært fundahöld yfir í fjarfundi og reynslan af slíku er almennt góð.

Margir viðburðir eru þó þannig eðlis að fólk kemur saman og þeir/þær sem hafa lengi haldið sig heima finna fyrir þörf á mannlegum tengslum. Það er því mikilvægt að undirbúa og skipuleggja fundi þannig að hægt sé að halda þá. Það gæti þurft að finna stærra húsnæði og raða stólum og borðum þannig að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. Þá þarf sérstaklega að huga að hreinlæti og sótthreinsun. Þegar bornar eru fram veitingar þarf að gæta þess sérstaklega að veitingarnar séu þannig að ekki séu allir á viðburðinum að handleika sömu áhöldin og bjóða upp á sótthreinsir og/eða einnota hanska.

Mikilvægt er að í fundarboðum komi fram að gert sé ráð fyrir smitvörnum í skipulagi. COVID-19 faraldurinn hefur kennt okkur að við getum lagað okkur hratt að breyttum aðstæðum og gengið í takt þegar á reynir. Einstaklingsbundnar smitvarnir eru síðan það sem skiptir mestu máli, hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Mikilvægt er að sýna þeim sem ekki treysta sér á viðburð skilning og veita þeim samt upplýsingar og fréttir frá félagsstarfinu. Þar kemur síminn til dæmis að góðu gagni, auk annara rafrænna lausna.  Hvetjum svo auðvitað alla til að fara eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis sem eru uppfærðar reglulega á covid.is sjá hér gildandi takmarkanir í samkomubanni á síðunni. 

Hér að neðan er farið yfir nokkra fjarfunda möguleika sem hægt er að nýta sér í félagsstarfi. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2021 Kvenfélagasamband Íslands