Titillinn á haustblaði Húsfreyjunnar að þessu sinni er Valkyrjur milli fjalls og fjöru. Ástæðan er sú að landsþing Kvenfélagasambands Íslands verður haldið á Ísafirði í október og er þetta yfirskrift þingsins.

Að þessu tilefni er á forsíðunni mynd sem er tekin á Ísafirði af Sillu Páls ljósmyndara Húsfreyjunnar.

Þetta haustblað er að venju fullt af fjölbreyttu efni fyrir lesendur.

Það var hátíðlegt stund þegar nýr forseti, Halla Tómasdóttir var sett í embætti 1. ágúst sl.  Það var heiður fyrir forseta KÍ að fá boð á innsetninguna. Athöfnin í Dómkirkjunni sem og innsetningin í Alþingishúsinu voru einstaklega eftirminnileg. Þar sátu saman fulltrúar frá fjórum félagasamtökum, allt konur eins og sést á meðfylgjandi mynd. Talið frá vinstri séð: Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar, Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi, Silja Bára R. Ómarsdóttir formaður Rauða krossins á Íslandi og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti Kvenfélagasamband Íslands.

 

setning forseta Halla Tómasdóttir

Athugið að nú er nánast uppselt í sæti á þingið og gisting óðum að fyllast. Það er ekki fullt en til að varast tvíbókanir, hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ áður en þið skráið ykkur í gistingu eða á þingið án gistingar. Jenný aðstoðar ykkur við að finna gistingu sem hentar ykkur.  Hafið samband í síma 5523740 eða í 8377430  eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Minnum einnig á að skila inn Kjörbréfum þau er að finna á skráningarsíðu landsþings. 

21. júní sl. fór fram á Hallveigarstöðum Minningarathöfn til að minnast 100 ára dánardags Ólafíu Jóhannsdóttur.
Ólafía var forvígismaður íslenskrar kvennabaráttu, byltingarkona og heimskona. Hún ferðaðist víða um Ísland og hélt fyrirlestra á vegum Hvítabandsins. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, Kanada, Englands, Skotlands og Noregs til að halda fyrirlestra um jafnréttismál, menntamál, trúmál, lífeyrisréttindi og heilbrigðismál.

Húsfreyjan er að vanda stútfull af fjölbreyttu efni fyrir lesendur. 

Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Sesselju Ingibjörgu Barðdal Reynisdóttur. Sesselja er framkvæmdastýra DRIFTAR EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrir fimm árum síðan eignuðust hún og maður hennar Einar, Selmu Sól sem er einstök stelpa en hún fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast Apert Syndum. Sesselja ræðir um sólargeislann Selmu Sól og fallegu fjölskylduna sína í einstöku viðtali.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands