Söfnun Kvenfélagasambands Íslands "Gjöf til allra kvenna" er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt er að styðja við í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Þó svo að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþonið í ár er samt hægt að láta gott af sér leiða.  Sett hefur verið af stað átakið „Hlauptu þína leið" þar sem hlauparar eru hvattir til að hlaupa sjálfir og styrkja í leiðinni góðgerðarfélag að eigin vali. Átakið verður dagana 15.-25. ágúst og verður góðgerðasöfnunin opin til 26. ágúst. 

Hvetjum sem flesta til að hlaupa til styrktar söfnuninni.  Það kostar ekkert að skrá sig til þátttöku. 

Hægt er að skrá sig í hlaup og/eða heita á þá hlaupara sem ætla að styðja við söfnunina á hlaupastyrkur.is 

Auglýsing vef með Heimkaup.isArmböndin og súkkulaðið sem við seljum til styrktar söfnuninni Gjöf til allra kvenna eru ná fáanleg á Heimkaup.is

Nú er því auðvelt að styrkja söfnunina um leið og þú gerir innkaupin til heimilisins. 

Allur ágóði af sölunni rennur beint í söfnunina.   Við þökkum Heimkaup.is kærlega fyrir þetta góða samstarf. 

Kvenfélögin panta enn sem áður vörur hjá skrifstofu KÍ.

Nýtum hvert tækifæri til að styðja við söfnunina. 

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst nk.

Hafið það gott í sumar.

LOGO NKFÁ Stjórnarfundi NKF sem fram fór 8. júní 2021 var tekin sú ákvörðun að næsta sumarþing NKF verði haldið í Reykjanesbæ  10.- 12. júni 2022.  Þingið verður haldið á sama stað á Park Inn í Reykjanesbæ að öllu óbreyttu og verður sumarþingið nánar auglýst þegar nær dregur. 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2021 Kvenfélagasamband Íslands