Í tilefni af 40. landsþingi, hefur KÍ núna til sölu vörur sem framleiddar voru sérstaklega fyrir þingið. 

Hafið samband við skrifstofu KÍ til að panta vörurnar. Hringið í síma 5527430 eða sendið töluvpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagskonur láta sig ýmis málefni varða og voru andleg heilsa, heilbrigðisþjónusta og einsemd og einmanaleiki sem voru meðal umræðuefna á 40. landsþingi á Ísafirði.

Þingið sendi frá sér eftirfarandi ályktanir:

hopmynd minni web225 kvenfélagskonur víðs vegar af landinu funduðu, ræddu saman á vinnustofum, hlýddu á fyrirlestra, kusu nýja konu í stjórn KÍ, ályktuðu um mál sem á þeim brenna og heiðruðu fyrrum forseta KÍ.  Svo má ekki gleyma þeim vinskap sem skapaðist meðal þeirra og allri skemmtuninni sem konur á Vestfjörðum buðu upp á þinginu. Einn innfæddur Ísfirðingur komst þannig að orði „Það var allt krökkt af hlægjandi konum í bænum alla helgina“.

Þingið hófst formlega með setningu þingsins í Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn var sérstaklega til umræðu á þinginu. Þar fluttu ávörp Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna (SVK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ sem setti svo þingið formlega.

English version below.

Þann 24. október næstkomandi standa 34 samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks fyrir viðburði í Bíó Paradís kl. 18:30, þar sem framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Kvenfélgasamband Íslands er einn af þessum aðstandendum. 


Að viðburði loknu, verður „Dagurinn sem Ísland stöðvaðist,” spennandi heimildarmynd um Kvennafrídaginn 1975 frumsýnd og að henni lokinni ætlum við að styrkja böndin yfir léttum veitingum og samsöng á Áfram stelpur!

Hin magnaða kvennasamstaða þvert á pólitískar línur árið 1975 lagði hornsteininn að stórkostlegustum þjóðfélagsbreytingum. En þrátt fyrir þrotlausa baráttu í hálfa öld búa konur enn við misrétti og ofbeldi. Við ætlum ekki að bíða í 50 ár til viðbótar!

Nú tökum við höndum saman enn á ný og fylkjumst bak við kröfurnar. Við vitum sem er að sameiginlegur kraftur okkar er óstöðvandi. Sagan sýnir okkur það. Við getum, þorum og viljum!

40. landsþing Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) fer nú fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði  11. – 13. október.  Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins. Yfirskrift landsþingsins er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”

Kvenfélagskonur láta sig margvísleg málefni varða einsog sést á dagskrárliðum þingsins.

Þingsetning fír fram föstudaginn 11. október í Ísafjarðarkirkju kl: 18:00 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn verður sérstaklega til umræðu á þinginuá laugardag. 

Að lokinni þingsetningu bauð Samband vestfirskra kvenna þingfulltrúum í móttöku í Edinborgarhúsinu.  Móttakan hófst á ávarpi frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar; Örnu Láru Jónsdóttir.  Í móttökunni tók svo Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaformlega á móti Gjöf til allra kvenna, en tenging er nú að komast við tæknibúnaðinn sem safnað var í tilefni 90 ára afmælis KÍ 2020 við Fæðingadeildina á Ísafirði.  Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar tók formlega á móti gjöfinni.  En það var einstaklega ánægjulegt að hafa við þessa afhendingu fulltrúa frá flestum þeim kvenfélögum sem söfnuðu fyrir gjöfinni við þessa afhendingu. (sjá nánar um gjöfina á www.gjoftilallrakvenna.is og kvenfelag.is )

Á vinnustofu á laugardagsmorgun voru meðal annars sýning og erindi frá Margréti Skúladóttur formanni í Þjóðbúningafélagi Íslands og félögum hennar í Þjóðbúningafélagi Vestfjarða. En mikill áhugi er nú á íslenska þjóðbúningnum og hefur KÍ lengi hvatt til fræðslu um búninginn og hvatt til notkunar á honum.  Á vinnustofu voru þingfulltrúar einnig beðnar um að koma með hugmyndir um og tilllögur að verkefnum tengdum 95 ára afmæli KÍ á næsta ári og 100 ára afmælið.

Eftir hádegi á laugardag verða framsöguerindi samkvæmt yfirskrift þingsins Valkyrjur milli fjalls og fjöru.   Eftirfarandi erindi verða flutt:

  • Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu.
    • Er byggðaþróun karlamál?
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir
    • Borea Adventures á Ísafirði
  • Dóra Hlín Gísladóttir - Kerecis 
    • Nýsköpun á landsbyggðinni – Reynslusaga
  • Íris Ösp Heiðrúnardóttir listakona Netagerðinni á Ísafirði.
    • YOGER - jógaspil fyrir heimaiðkun

Á vinnustofa á sunnudagsmorgun verða svo tvö mál til umræðu : hvernig kvenfélögin geta veitt konum af erlendum uppruna stuðning á sínum svæðum og hvað kvenfélögin geta gert til að styðja við fólk á sínum svæðum varðandi Einsemd og einmanaleika.

225 konur af öllu landinu eru mættar á þingið og er það löngu uppselt. Öll kvenfélög á landinu eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþingið með atkvæðisrétt en þingið er opið fyrir allar kvenfélagskonur sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu.  Innan KÍ starfa 135 kvenfélög í 17 héraðs- og svæðasamböndum með um 4000 félaga.

Á landsþingum koma saman allar kynslóðir kvenna frá um 18 ára – 90 ára.

Á undanförnum árum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna.   Í skýrslu stjórnar KÍ til þingsins kemur fram að kvenfélög innan KÍ hafa gefið  165.017.547 kr. alls til samfélagsins á árunum 2021 – 2023.

Landsþing KÍ er æðsta vald sambandsins og er haldið á 3ja ára fresti, var síðast haldið í Borgarnesi 2021.

Sjá nánar dagskrá þingsins.

 

Nokkrar myndir frá þinginu:

1 4Small

Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ og Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna sem eru gestgjafar þingsins við þingsetninguna í Ísafjarðarkirkju.

1 12Small

 

1 14small

1 9small

Stjórn SVK og Elinborg Sigurðardóttir ritari afmælisnefndar afhentu Gjöf til allra kvenna til heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands