Alheimsþing Dreifbýliskvenna (ACWW- Associated Country Women of the World) var haldið í Kúala Lúmpur í Malasíu dagana 17. – 25. maí sl.

11 Íslendingar sóttu þingið fyrir hönd Kvenfélagasambands Íslands og naut hópurinn gestrisni kvenfélagsins í Pahang í Malasíu sem voru gestgjafar þingsins.  Fjölbreytt og glæsileg dagskrá var skipulögð í kringum hina hefðbundnu þingfundi. Skemmtanir á hverju kvöldi með hinum ýmsu þemum, boðið var upp á skoðunarferðir og menningu landsins var gerð góð skil.  Hápunkturinn í dagskránni var Gala hátíðarkvöldverðurinn i Konungshöllinni í Malasíu, en drottning þeirra Queen Azizah er formaður félagsins í Pahang og var gestgjafi kvöldsins.

Yfirskrift þingsins var Diversity is our strength eða Fjölbreytileikinn er okkar styrkur.

Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ sat þingfundi og fór með atkvæði sambandsins á þinginu fyrir hönd stjórnar KÍ. 

Á þinginu voru kynntar breytingar á stefnumótun ACWW til næstu þriggja ára eða 2023 til 2026.

Annað tölublað Húsfreyjunnar er komið út og er í takt við árstíðina vorlegt og vandað að venju.

Forsíðuviðtalið að þessu sinni hefur yfirskriftina frá Sádi-Arabíu til Siglufjarðar, en þar er rætt við Ólöfu Ýr Atladóttur sem starfaði í þrjú ár við uppbyggingu ferðaþjónustu við Rauða hafið. Hún gegndi áður embætti ferðamálastjóra á Íslandi. Ólöf rekur nú ferðaþjónustufyrirtæki á Tröllaskaga. Í blaðinu er einnig viðtal við Önnu Silfu Þorsteinsdóttur, sem segir frá hönnun sinni undir nafninu Anna Silfa skart. Meðal annars skart sem nýtist líka sem vinnutól í prjónaskap.  Í blaðinu er sagt frá starfi 100 ára starfi Kvenfélags Keldhverfinga og 70 ára sögu Kvenfélags Garðabæjar. Smásagan að þessu sinni er eftir Sigríir Helgu Sverrisdóttir og heitir Ferðin heim.  

Skrifstofa Kvenfélagasambands Íslands og Húsfreyjunnar verður lokuð dagana 15. - 26. maí vegna farar starfsmanns okkar á Heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna  (Associated Country Women of the World - ACWW). Þingið er að þessu sinni í Kúala Lúmpúr í Malasíu. En þangað fara 10 kvenfélagskonur víða af landinu ásamt einum eiginmanni.  Þar af þrír fyrrum forsetar KÍ. Búist er við um 500 þátttakendum sem koma allstaðar af úr heiminum, á þingið sem stendur yfir dagana 17.- 25. maí.  Við bendum á að á meðan skrifstofan er lokuð er hægt að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna málefna KÍ og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. vegna Húsfreyjunnar.  Áríðandi erindum verður svarað eins og kostur er.  

Þann 8.maí var aðalfundur Kvenfélagasambands Kópavogs (KSK) haldinn.   Í sambandinu eru tvö kvenfélög;  Freyja félag framsóknarkvenna í Kópavogi og Félag kvenna í Kópavogi (FKK). Formaður KSK er Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir.  Á fundinn mæta fulltrúar beggja kvenfélaga og formenn og fulltrúar úr Orlofsnefnd Kópavogs og Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, bæði félögin manna þær nefndir.   Félög og nefndir fluttu skýrslur um starfsemi sína síðastliðið ár og venjuleg aðalfundarstörf voru afgreidd. Forseti Kvenfélagasambands Íslands (KÍ), Dagmar Elín Sigurðardóttir mætti á fundinn og sagði frá starfsemi KÍ, kynnti Húsfreyjuna og hvatti konur ti að taka þátt í starfi KÍ og gerast áskrifendur að Húsfreyjunni.  Á fundinum voru einnig frá KÍ;  Helga Magnúsdóttir ritari KÍ og Jenný Jóakimsdóttir frá skrifstofu KÍ.   

 

95. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna var haldinn að Borg í Grímsnesi laugardaginn 29. apríl sl.  Yfirskrift fundarins var Virðum veröld - Vöndum valið - Nýtum nærumhverfið.  Kvenfélag Grímsneshrepps var gestgjafi fundarins og tók vel á móti fulltrúum. Nýr formaður sambandsins var kjörinn Sólveig Þórðardóttir úr Kvenfélagi Villingaholtshrepps, en hún tekur við góðu búi frá Elinborgu Sigurðardóttur sem verið hefur formaður sambandsins í níu ár. Elinborgu voru færðar þakkir fyrir ötult starf síðastliðin ár frá stjórn sambandins og frá Jennýju Jóakimsdóttur starfsmanni KÍ. Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri KÍ sagði frá starfi Kvenfélagasambands Íslands í máli og myndum.  Á fundinum var valinn Kvenfélagskona ársins innan sambandsins og var það Guðrún Þóranna Jónsdóttir í Kvenfélagi Selfoss sem var valinn að þessu sinni fyrir sitt góða starf. 

Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og byggðaþróunarfulltrúi SASS var með erindið: Get ég fjármagnað verkefnið mitt? - þáttur Uppbyggingasjóðs Suðurlands.  Margrét Steinunn Guðjónsdóttir sagði frá starfsemi í Krabbameinsfélags Árnessýslu. ásamt því að stjórnarkonur í félaginu tóku nokkur lög fyrir gesti fundarins.  Að loknum fundi var boðið til móttöku í Ártanga þar sem Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir tóku á móti gestum og sögðu frá starfsemi gróðurhússins þar. 

Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður í boði sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps og dagskrá og skemmtun í umsjón Kvenfélags Grímsneshrepps.

 solveig og elinborg

Nýr formaður SSK Sólveig Þórðardóttir og Elinborg Sigurðardóttir fráfarandi formaður SSK. 

guðrún Þóranna

Elinborg ásamt kvenfélagskonu ársins innan SSK, Guðrún Þórönnu Jónsdóttur

jenny Elinborg

Elinborg ásamt Jennýju Jóakimsdóttir starfsmanni sem mætti á fundinn og þakkaði Elinborgu gott samstarf síðastliðinna ára.

formenn SSK

Nýkjörinn formaður SSK Sólveig Þórðardóttir, fráfarandi formaður Elinborg Sigurðardóttir ásamt fyrrum formönnum þeim; Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Drífa Oddsdóttir og Drífa Hjartardóttir. 

artunga

Móttaka í gróðurhúsunum í Ártanga. 

 

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2022 Kvenfélagasamband Íslands