Lagabreytingar voru nokkrar  á  nýliðnu landsþingi KÍ á Ísafirði, en þar ber þó helst að nefna eina breytingu sem getur haft töluverð áhrif á starfsemi Kvenfélagasambandsins. Hún er svohljóðandi og var samþykkt samhljóða

Einstök kvenfélög geta ekki orðið beinir aðilar að KÍ. Undanskilin eru kvenfélög þar sem héraðssamband á þeirra félagssvæði er ekki aðili að KÍ, þá geta þau kvenfélög átt beina aðild meðan svo er. Þau félög njóta sömu réttinda og þurfa að uppfylla sömu skilyrði og héraðssamböndin. Það kvenfélag, sem þegar var beinn aðili samkvæmt eldri lögum þegar breytt ákvæði tók gildi, er áfram félagi á upprunalegu forsendunum og lýtur einnig sömu skilyrðum og héraðssamböndin

Nú geta því stök kvenfélög á þessum svæðum sótt um beina aðild. Það er von stjórnar að nú muni kvenfélögum innan KÍ fjölga í kjölfarið á þessari lagabreytingu. Öll kvenfélög sem uppfylla þessi skilyrði eru boðin velkomin í starf Kvenfélagasambands Íslands.

Í tilefni af 40. landsþingi, hefur KÍ núna til sölu vörur sem framleiddar voru sérstaklega fyrir þingið. 

Hafið samband við skrifstofu KÍ til að panta vörurnar. Hringið í síma 5527430 eða sendið töluvpóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kvenfélagskonur láta sig ýmis málefni varða og voru andleg heilsa, heilbrigðisþjónusta og einsemd og einmanaleiki sem voru meðal umræðuefna á 40. landsþingi á Ísafirði.

Þingið sendi frá sér eftirfarandi ályktanir:

hopmynd minni web225 kvenfélagskonur víðs vegar af landinu funduðu, ræddu saman á vinnustofum, hlýddu á fyrirlestra, kusu nýja konu í stjórn KÍ, ályktuðu um mál sem á þeim brenna og heiðruðu fyrrum forseta KÍ.  Svo má ekki gleyma þeim vinskap sem skapaðist meðal þeirra og allri skemmtuninni sem konur á Vestfjörðum buðu upp á þinginu. Einn innfæddur Ísfirðingur komst þannig að orði „Það var allt krökkt af hlægjandi konum í bænum alla helgina“.

Þingið hófst formlega með setningu þingsins í Ísafjarðarkirkju klukkan 18 og höfðu aðstandendur þingsins; KÍ og Samband vestfirskra kvenna hvatt þingfulltrúa til að mæta sem flestar í þjóðbúning við þingsetninguna þar sem íslenski þjóðbúningurinn var sérstaklega til umræðu á þinginu. Þar fluttu ávörp Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Gyða Björg Jónsdóttir formaður Sambands vestfirskra kvenna (SVK og Dagmar Elín Sigurðardóttir forseti KÍ sem setti svo þingið formlega.

Kvenfélagasamband Íslands

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 7430 
kvenfelag@kvenfelag.is

© 2017 - 2024 Kvenfélagasamband Íslands